Starfsstöð Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd.
Starfsstöð Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd.
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggjum á Vatnsleysuströnd aðfaranótt 17. nóvember.

Stefán Már Símonarson.

Að sögn Stefáns Más Símonarsonar framkvæmdastjóra hefur tjónið ekki verið metið til fulls, en þó sé vitað að ef reisa ætti sambærilegt hús og þarna brann myndi það kosta um 150 milljónir. Þar liggi langstærsti hluti hins fjárhagslega tjóns, en síðan sé tjónið á varphænunum sem sé meira tilfinningalegt.

Stefán telur að um 15 prósent af þeim varphænum sem voru á starfsstöðinni á Vatnsleysuströnd hafi drepist en fyrirtækið er þar með sex samliggjandi hús sem tengjast starfseminni. „Það var í raun mikið lán að ekki fór verr, en í þessu húsi sem brann var skilgreint brunahólf sem hélt og því horfum við ekki upp á mun verra tjón,“ segir Stefán.

Hann segir ekki alveg ljóst hvernig staðið verði að því að endurreisa þann hluta framleiðslunnar sem brann. „Það er hin vegar klárt að við munum koma sambærilegum fjölda fugla fyrir í nýju eða gömlu húsnæði með einhverjum hætti áður en langt um líður því við viljum halda áfram að keyra okkar bú á fullum afköstum,“ segir Stefán og bætir við að gera megi ráð fyrir að sex þúsund varphænur skili um 100 tonnum eggja á hverju ári.

Nesbúegg eru með starfsemi á þremur öðrum stöðum á landinu og eru næststærsti eggjaframleiðandi landsins á eftir Vallá.

Skylt efni: Nesbú

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...