Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hlaðinu“ sem Samtök fyrirtækja í landbúnaði gefur út.

„Við höfum fundið fyrir miklu ákalli frá þeim sem starfa í landbúnaði og tengdum störfum eftir aukinni umfjöllun um landbúnaðarmál fyrir kosningarnar,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og þáttastjórnandi.

Þættirnir eru fimm talsins en í hverjum þætti koma fram fulltrúar tveggja stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi.

„Í þáttunum eru fulltrúar flokka spurðir um stefnu síns flokks, áherslur í tengslum við búvörusamninga, tollamál og fleira,“ segir Margrét. Fyrsti þátturinn fór í loftið á þriðjudag og verða þeir gefnir út jafnt og þétt í þessari viku og þeirri næstu.

„Það hefur verið ánægjulegt að setjast niður og ræða málin á meiri dýpt en hefur kannski verið það sem af er kosningabaráttunni. Með þáttunum viljum við varpa skýrara ljósi á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem brenna á landbúnaðinum,“ segir Margrét.

Þættirnir „Á hlaðinu“ eru aðgengilegir á heimasíðunni safl.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...