Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Alls fengu 28 nautgripabændur nýliðunarstuðning.
Alls fengu 28 nautgripabændur nýliðunarstuðning.
Mynd / smh
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024.

Metfjöldi umsókna barst, eða alls 95, þar af 47 frumumsóknir og 48 framhaldsumsóknir.

Nýliðunarstuðningurinn var fyrst veittur árið 2017, en markmiðið með honum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti. Til úthlutunar nú voru kr. 171,5 milljónir króna og rann sú upphæð til bænda sem koma að rekstri 75 búa; þar af fengu 28 umsækjendur stuðning í nautgriparækt sem aðalbúgrein, 27 í sauðfjárrækt, fimm garðyrkjubýli, fimm hrossabú og tíu bú með blandaðan búrekstur ýmissa búgreina.

Hámarksstyrkur getur numið allt að 20 prósent af fjárfestingakostnaði til hvers nýliða en þó að hámarki níu milljónir króna. Leyfilegt er að veita stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár eða þar til hámarkinu er náð.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...