Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024.
Metfjöldi umsókna barst, eða alls 95, þar af 47 frumumsóknir og 48 framhaldsumsóknir.
Nýliðunarstuðningurinn var fyrst veittur árið 2017, en markmiðið með honum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti. Til úthlutunar nú voru kr. 171,5 milljónir króna og rann sú upphæð til bænda sem koma að rekstri 75 búa; þar af fengu 28 umsækjendur stuðning í nautgriparækt sem aðalbúgrein, 27 í sauðfjárrækt, fimm garðyrkjubýli, fimm hrossabú og tíu bú með blandaðan búrekstur ýmissa búgreina.
Hámarksstyrkur getur numið allt að 20 prósent af fjárfestingakostnaði til hvers nýliða en þó að hámarki níu milljónir króna. Leyfilegt er að veita stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár eða þar til hámarkinu er náð.