Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
100% hækkun á 4 árum
Af vettvangi Bændasamtakana 7. nóvember 2024

100% hækkun á 4 árum

Höfundur: Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda.

Af hverju getur Landsvirkjun hækkað raforkuverð um 20% næstu áramót og enginn segir neitt?

Axel Sæland

Eingöngu fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu geta hagað sér svona. Má ríkisfyrirtæki í ráðandi stöðu haga sér svona? Hörður Árnason, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að koma fram og segja að það sé ekki orkuskortur í landinu. Orkan sem er til fer til þeirra sem eru í viðskiptum og nýir aðilar komast ekki inn á markaðinn fyrr en virkjað verður meira.

Þá spyr ég aftur, af hverju er þá Landsvirkjun að hækka raforkuverð um 20%? Ef það er eitthvað sem mun hafa afgerandi áhrif á verðbólgu þá er það óþarfa verðhækkanir á almenning og fyrirtæki. Þessi hækkun gildir eingöngu á smásölumarkaði.

Stjórnmálaflokkar verða að sýna þessu meiri athygli og stemma stigu við þessari óþarfa þróun. Við eigum Landsvirkjun, það þarf pólitískan vilja til að breyta. Núna um áramótin mun sala á raforku hafa hækkað um 100% á 4 árum til garðyrkjubænda sem stunda ylrækt og miðað við spá markaðarins þá mun hún jafnvel hækka aftur um 100% næstu 4 árin. Landsvirkjun stjórnar þessum markaði alfarið og að sjálfsögðu elta aðrir orkuframleiðendur. Eru stjórnvöld að búa til nýjan skatt á almenning og fyrirtæki? Arðsemiskrafa ríkisins á Landsvirkjun hefur margfaldast á fáum árum. Hvað er það annað en skattur á okkur almenning?

Öll framleiðsla sem er háð rafmagni mun hækka í verði á nýju ári vegna þessa, mismikið eftir því hvað hún notar mikið. Þetta mun bitna hvað harðast á ylrækt þar sem raforka er mjög stór kostnaðarliður í þeim rekstri. Það er ekkert í sjónmáli annað en að velta þessum kostnaði beint út í verðlagið.

Raforkusalar bjóða eingöngu samninga til eins árs nema að samningarnir séu verðtengdir uppboðsmarkaði á raforku. Núna fer öll raforka í gegnum uppboðsmarkaðinn Vonarskarð og orkusalar háðir því verði. Því er viðbúið að áramótin 2025–26 verði annað eins upp á teningnum. Það má búast við þessari þróun að mati sérfræðinga þar til meiri raforka kemur inn á markaðinn sem er mögulega að gerast 2028.

Garðyrkjan getur ekki ár eftir ár farið fram á það við almenning að velja íslenskt sama hvað það kostar. Það eru takmörk fyrir því hvað íslensk vara getur kostað mikið meira en innflutt. Við erum og eigum að vera stolt af okkar grænu raforku, hún er auðlind þjóðarinnar og þess eigum við að njóta. Hreinleiki íslenskrar garðyrkju er einstakur en þegar verðbilið er orðið þannig að það sér á veskinu þá fer fólk að velja annað. Stemmum stigu við þessu, þetta er okkar að ákveða. Það sem við þurfum er sterkur pólitískur vilji til að breyta umgjörðinni og koma íslenskum garðyrkjuafurðum á betra verði til neytenda.

Skylt efni: raforka

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...