Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sauðburður hófst á Straumi þann 28. apríl með sæðingalömbum og er kominn á fullt nú í byrjun maí.
Sauðburður hófst á Straumi þann 28. apríl með sæðingalömbum og er kominn á fullt nú í byrjun maí.
Mynd / Guðrún Katrín Helgadóttir
Fréttir 7. maí 2020

Vinir og ættingjar eru til aðstoðar á sauðburði

Höfundur: smh

Nokkur umræða hefur verið á undanförnum vikum um möguleg vandamál stærri sauðfjárbúa við mönnun starfa á sauðburði á tímum COVID-19 farsóttarinnar. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, skrifaði um nokkrar hliðar þessara mála í síðasta Bændablað. Mælti hann með því að þeir bændur sem ættu eftir að útvega sér vinnuafl á sauðburði leituðu til afleysingaþjónustu bænda, sem haldið er úti af Bændasamtökum Íslands (BÍ) í samvinnu við búnaðarsamböndin. Það virðist hafa verið raunin í einhverjum tilvikum, þó langflestir sem þurftu utanaðkomandi aðstoð hafi leitað annarra leiða.

Guðbjörg Jónsdóttir, verkefna­stjóri hjá BÍ, hefur tekið stöðuna hjá búnaðarsamböndunum varðandi það hvort einhver eftirspurn hafi verið hjá sauðfjárbændum að þiggja aðstoð frá afleysingaþjónustunni. „Það hafa örfáar beiðnir um mönnun á sauðburði borist til búnaðarsambandanna; ein á Suðurlandi og önnur í Húnavatnssýslum, en ekkert í öðrum landshlutum. Þessir aðilar sem réðu sig á viðkomandi bú voru á lista bakvarðarsveitar í landbúnaði sem sett var á fót vegna COVID-19. Þessir aðilar voru ákaflega þakklátir að fá starf,“ segir Guðbjörg.

Bændur hafa unnið í málunum undanfarnar vikur

Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir nokkur af stærri búunum hafi haft erlent vinnuafl á sauðburði undanfarin ár en það verði í fæstum tilfellum af því þetta árið. „Þeir bændur hafa verið að leysa sín mál undanfarnar vikur og vonandi hefur það alls staðar gengið upp. Í einhverjum tilfellum hafa þeir bændur leitað til aðila sem gáfu sig fram á afleysingalista BÍ og búnaðarsambandanna vegna veikinda bænda af völdum COVID-19. Þá hafa flestir bændur fengið ættingja og aðra vini til aðstoðar í sauðburði, til dæmis um helgar eða yfir mesta álagstímann, en margir hafa haft áhyggjur af því að það muni ekki ganga upp þetta árið. Eftir því sem nýjum og virkum smitum fækkar aukast þó líkurnar á því að það verði mögulegt sé varkárni gætt.

Það er því mikilvægt tengt sauðburðinum eins og alls staðar í samfélaginu að allir fari vel eftir fyrirmælum stjórnvalda svo síður komi upp aukið smit að nýju. Ég held að flestir bændur hafi nýtt fyrri hluta apríl til að viða að sér þeim aðföngum sem þarf í sauðburðinn og hafi svo haldið sig heima og alveg lokað sínum búum fyrir utanaðkomandi til að verjast smiti. Ég hef heyrt nokkuð af því að það sama hafi gilt um það vinnuafl sem bændur fá, hafi það verið mögulegt, að þeir aðilar hafi farið í tveggja vikna sjálfskipaða sóttkví núna seinni hluta af aprílmánuði en það er auðvitað ekki í öllum tilfellum mögulegt,“ segir Guðfinna Harpa.

Sauðburður hófst 28. apríl á Straumi

„Sauðburður var að hefjast með sæðingalömbum núna 28. apríl og fer svo á fullt um og upp úr helginni,“ segir Guðfinna Harpa spurð um hvernig málum hátti til hjá henni á Straumi. „Við erum yfirleitt fjögur í sauðburðinum en höfum svo eins og flestir fengið aðstoð ættingja á kvöldin og um helgar og hafa þeir haldið sig sérstaklega til hlés til að geta komið til okkar. Við eigum til dæmis einn háskólanema sem er búinn að vera í hálfsmánaðar sjálfskipaðri sóttkví og vonandi náð að klára flest verkefnin sín á meðan.“ 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...