Ekki heyrt af vandamálum við mönnun starfa á sauðburði
Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum og stjórnarmaður í Landssamtökum sauðfjárbænda, segir að hann hafi ekki heyrt af vandamálum sauðfjárbænda við mönnun starfa á sauðburði. Sjálf þurfi þau ekki að leita að starfsfólki utan bús, þar sem burðartímabilið sé langt og því dreifðara álag.