Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt
Mynd / VH
Fréttir 16. apríl 2020

Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt

Höfundur: Ritstjórn

Flýta á stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda um nokkra mánuði vegna áhrifa af COVID-19. Þannig verða þeim greiðslum sem átti að greiða út 1. september og 1. október 2020 flýtt til 1. maí og 1. júní. Þetta er einkum gert til að mæta vandamálum þeirra bænda sem stunda aðra starfsemi einnig, eins og ferðaþjónustu.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerðina sem flýtir þessum stuðningsgreiðslum. Í tilkynningu úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er haft eftir ráðherra að ákvörðun um þetta sé tekin eftir yfirlegu síðustu vikna þar sem leiða hefur verið leitað til að lágmarka neikvæð áhrif COVID-19 á bæði landbúnað og sjávarútveg. „Með þessari breytingu erum við að koma sérstaklega til móts við sauðfjárbændur og reyna að milda höggið sem veiran hefur á starfsemi sauðfjárbænda um allt land,“ segir Kristján.

Í tilkynningunni kemur fram að ráðherra hafi falið framkvæmdanefnd búvörusamninga að leita leiða til að færa til fjármuni innan ársins 2020, í samræmi við gildandi búvörusamninga, til að koma sérstaklega á móts við innlenda matvælaframleiðslu sem glímir nú við tímabundna erfiðleika. Ein tillaga nefndarinnar hafi verið sú sem nú kemur til framkæmda.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...