Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjarfundir fyrir kúabændur hjá RML
Mynd / RML
Fréttir 14. apríl 2020

Fjarfundir fyrir kúabændur hjá RML

Höfundur: Ritstjórn

Á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) verður haldinn fjarfundur fyrir kúabændur á morgun, undir heitinu Fjósloftið, vegna aðstæðna á tímum COVID-19.

Meiningin er að þetta sé fyrsti fundurinn af fleiri af sama meiði, þar sem formið verður á þann veg að fyrst er flutt stutt framsaga, tíu til fimmtán mínútur, um tiltekið efni og síðan verður henni fylgt eftir með umræðum.

Á vaðið mun ríða Sigtryggur Veigar Herbertsson en hann ætlar að ræða um atferli kúa í lausagöngufjósum. Fundurinn verður á morgun miðvikudag 15. apríl kl. 13.00.

Í tilkynningu RML er tekið fram að ekki sé nauðsynlegt að vera með Microsoft Teams uppsett í tölvunni til að geta tekið þátt í fjarfundinum.

Miðvikudaginn 22. apríl mun svo Jóna Þórunn ræða um hjarðstýringu í mjaltaþjónafjósum.

Til þess að tengjast fundinum er hægt að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

 

Atferli kúa í lausagöngufjósum – tengjast fundi

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...