Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Elsa Ingjaldsdóttir og Steingrímur Jónsson, starfsmenn Landstólpa, við vörubretti bóndans á Núpstúni í Hrunamannahreppi, sem hann fékk sent heim að fjósi með ýmsum rekstrarvörum fyrir búið. Hann losaði brettið eftir að þau fóru.
Elsa Ingjaldsdóttir og Steingrímur Jónsson, starfsmenn Landstólpa, við vörubretti bóndans á Núpstúni í Hrunamannahreppi, sem hann fékk sent heim að fjósi með ýmsum rekstrarvörum fyrir búið. Hann losaði brettið eftir að þau fóru.
Mynd / MHH
Fréttir 25. mars 2020

„Frí“ heimsending vegna COVID-19

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landstólpi og Vélaval hafa farið í sérstakar aðgerðir vegna COVID-19 veirunnar og bjóða bændum nú fría heimsendingu á vörum frá sér.

„Þetta er okkar framlag vegna ástandsins og okkar leið til að þjónusta bændur, við erum jú öll saman í þessu verkefni. Viðtökurnar hafa verið frábærar og bændur kunna greinilega vel að meta snertilaus viðskipti, sem eru mjög mikilvæg um þessar stundir,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri hjá Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Boðið er upp á fría heimkeyrslu á öllum rekstrarvörum ef keypt er fyrir 30 þúsund krónur eða meira. „Að sjálfsögðu hafa bændur áhyggjur af stöðunni og fjölmörg dæmi eru um að þeir hafi lokað búum sínum fyrir gestum og gangandi. Við megum alls ekki við að þeir veikist, það þarf jú að halda áfram að fóðra skepnurnar og huga að velferð þeirra,“ bætir Elsa við.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...