Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnið er að útfærslu á stuðningi við áburðarkaup bænda í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Unnið er að útfærslu á stuðningi við áburðarkaup bænda í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Mynd / Bbl
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Höfundur: smh

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændur vegna mikilla hækkana á áburðaverði. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er unnið að útfærslu á stuðningsgreiðslunum. Fundað hefur verið með Bændasamtökum Íslands (BÍ) um hvernig þessir fjármunir muni nýtast best til að koma til móts við þessar hækkanir.

„Bændur og áburðarinnflytjendur hafa því verulegar áhyggjur af háu verði og takmörkuðu framboði á áburði sem ekki sér fyrir endann á. Ég deili þeim áhyggjum með þeim og taldi mikilvægt að koma til móts við þær,“ segir Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um áherslur sínar.

Hvert tonn áburðar verði niðurgreitt

Í erindi BÍ, sem sent var ráðuneytinu 20. janúar,  eru settar fram tillögur sem samþykktar voru á fundi með formönnum allra búgreina 14. og 18. janúar. Þar kemur fram að í stað þess að horfa til hektara, jarðabótastyrki, stuðla og mismunandi ræktunar sé það álit samtakanna að einfaldasta leiðin til að ráðstafa styrkveitingunni, þannig að hún komi bændum beint til góða, sé að niðurgreiða hvert tonn áburðar um tiltekna krónutölu.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...