Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Unnið er að útfærslu á stuðningi við áburðarkaup bænda í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Unnið er að útfærslu á stuðningi við áburðarkaup bænda í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Mynd / Bbl
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Höfundur: smh

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændur vegna mikilla hækkana á áburðaverði. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er unnið að útfærslu á stuðningsgreiðslunum. Fundað hefur verið með Bændasamtökum Íslands (BÍ) um hvernig þessir fjármunir muni nýtast best til að koma til móts við þessar hækkanir.

„Bændur og áburðarinnflytjendur hafa því verulegar áhyggjur af háu verði og takmörkuðu framboði á áburði sem ekki sér fyrir endann á. Ég deili þeim áhyggjum með þeim og taldi mikilvægt að koma til móts við þær,“ segir Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um áherslur sínar.

Hvert tonn áburðar verði niðurgreitt

Í erindi BÍ, sem sent var ráðuneytinu 20. janúar,  eru settar fram tillögur sem samþykktar voru á fundi með formönnum allra búgreina 14. og 18. janúar. Þar kemur fram að í stað þess að horfa til hektara, jarðabótastyrki, stuðla og mismunandi ræktunar sé það álit samtakanna að einfaldasta leiðin til að ráðstafa styrkveitingunni, þannig að hún komi bændum beint til góða, sé að niðurgreiða hvert tonn áburðar um tiltekna krónutölu.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...