Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kartöfluuppskera síðasta árs var sú minnsta frá 1993.
Kartöfluuppskera síðasta árs var sú minnsta frá 1993.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta árs, þar sem fram kemur að kartöfluframleiðslan hafi ekki verið minni í landinu frá árinu 1993.

Í flestum tegundum útiræktunar var uppskeran lakari en árið á undan. Kartöfluuppskeran var tæpum 1.800 tonnum minni og gulrótaruppskeran rúmlega helmingi minni – og sú minnsta í ellefu ár.

Í gögnum Hagstofunnar eru borin saman árin 2023 og 2024 og koma tölurnar í meginatriðum heim og saman við þær upplýsingar sem var sagt frá í frétt hér í Bændablaðinu í lok nóvember um uppskeruna í útiræktuninni. Þá var stuðst við upplýsingar úr skráningu bænda á uppskeru beint af akri. Sagði Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, af því tilefni að lök kartöflu- og gulrótaruppskera skýrðist af erfiðu ræktunarári, þar sem sumarið hefði verið kalt og frekar stutt. Sérstaklega var tíðarfar í Eyjafirði kartöflubændum erfitt. Þá hætti umfangsmikill kartöfluræktandi búskap á síðasta ári sem setur strik í reikninginn. Rauðkál er eina grænmetistegundin í útiræktun þar sem aukning er í uppskerumagni á milli ára, eða ellefu tonn, sem Helgi skýrði í auknu umfangi ræktunar hjá garðyrkjubændum. 

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f