Kartöfluuppskera síðasta árs var sú minnsta frá 1993.
Kartöfluuppskera síðasta árs var sú minnsta frá 1993.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta árs, þar sem fram kemur að kartöfluframleiðslan hafi ekki verið minni í landinu frá árinu 1993.

Í flestum tegundum útiræktunar var uppskeran lakari en árið á undan. Kartöfluuppskeran var tæpum 1.800 tonnum minni og gulrótaruppskeran rúmlega helmingi minni – og sú minnsta í ellefu ár.

Í gögnum Hagstofunnar eru borin saman árin 2023 og 2024 og koma tölurnar í meginatriðum heim og saman við þær upplýsingar sem var sagt frá í frétt hér í Bændablaðinu í lok nóvember um uppskeruna í útiræktuninni. Þá var stuðst við upplýsingar úr skráningu bænda á uppskeru beint af akri. Sagði Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, af því tilefni að lök kartöflu- og gulrótaruppskera skýrðist af erfiðu ræktunarári, þar sem sumarið hefði verið kalt og frekar stutt. Sérstaklega var tíðarfar í Eyjafirði kartöflubændum erfitt. Þá hætti umfangsmikill kartöfluræktandi búskap á síðasta ári sem setur strik í reikninginn. Rauðkál er eina grænmetistegundin í útiræktun þar sem aukning er í uppskerumagni á milli ára, eða ellefu tonn, sem Helgi skýrði í auknu umfangi ræktunar hjá garðyrkjubændum. 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...