Meðferð sauðfjár í réttum til umræðu
Fagráð um velferð dýra telur nauðsynlegt að beina tilmælum til sveitarstjórna um bætta meðferð sauðfjár í rekstri og réttum.
Það kemur fram í fundargerð fagráðsins frá 15. janúar sl. Þar kemur fram að við flutning á dýrum ber að tryggja velferð dýra eins og fært er. Gæta skuli þess við flutning og rekstur búfjár að dýr verði fyrir sem minnstu álagi og hvorki þoli þeirra né kröftum sé ofboðið eins og fram kemur í lögum um velferð dýra.
Talsverð umræða skapaðist meðal sauðfjárbænda í haust um óreiðukennt ástand sem skapaðist í réttum, inni í almenningi, vegna mannmergðar sem truflaði réttarstörfin.Fagráðið mun vinna málið áfram milli funda og er von á afgreiðslu þess fyrir vorið, skv. fundargerð.