Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Finnski herinn skipuleggur þjóðarvarnarnámskeið þar sem fólk í þjóðhagslega mikilvægum geirum stillir saman strengi. Dómkirkjan í Helsinki.
Finnski herinn skipuleggur þjóðarvarnarnámskeið þar sem fólk í þjóðhagslega mikilvægum geirum stillir saman strengi. Dómkirkjan í Helsinki.
Mynd / Tapio Haaja
Fréttir 10. nóvember 2023

Neyðarbirgðir til 9 mánaða

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Borgurum Finnlands er tryggður aðgangur að fæðu, orku, lyfjum, lækningavörum og öllu því sem þarf til að halda samfélaginu gangandi ef allar aðfangakeðjur lokast.

Helsti hvatinn er nábýli við Rússland, þó nýlega hafi reynt á kerfið þegar Covid-19 faraldurinn herjaði á heimsbyggðina. Johan Åberg, framkvæmdastjóri landbúnaðarsviðs Samtaka bænda og skógareigenda í Finnlandi (MTK), segir þennan hugsunarhátt vera innbyggðan í erfða- efni Finna. Eftir seinni heimsstyrjöld hafi flest Norðurlöndin komið upp samsvarandi kerfi sem öll hafa verið lögð niður á undanförnum áratugum, nema í Finnlandi.

Þar í landi starfi ríkisfyrirtæki sem

hafi það hlutverk að halda utan um neyðarbirgðir. Á finnsku heitir það Huoltovarmuuskeskus, sem er hægt að snúa yfir á íslensku sem Neyðarbirgðastofnun ríkisins. Johan segir markmið stofnunarinnar að halda samfélaginu gangandi með lágmarks-

röskunum á neyðartímum með birgðum

af korni, eldsneyti, áburðarefnum, lyfjum og lækningabúnaði til níu

mánaða. Lengst af hafi neyðar- birgðirnar verið til sex mánaða, en vegna óstöðugleika á sviði alþjóðamála var sú ákvörðun tekin fyrir hálfu ári að stækka birgðirnar.

Fyrirkomulag sem allir hagnast á

Huoltovarmuuskeskus vinnur náið með mismunandi geirum og tekur Johan virkan þátt í þeirra starfi sem fulltrúi bændasamtaka. Hann segir hið opinbera og einkaaðila hafa bæði hag af því fyrirkomulagi sem er á geymslum fyrir varning eins og korn og eldsneyti.

Fyrirtæki sem eigi korngeymslur

geri samkomulag við Huoltovarmuu- skeskus um hversu miklar umfram- birgðir þau eigi öllum stundum og fái þóknun fyrir. Þá geti önnur fyrirtæki, sem eigi ekki nægan aðgang að geymslum, samið við Neyðarbirgðastofnun ríkisins um að þau haldi sinn lager í geymslum á vegum hins opinbera. Með þessu sé tryggð velta á vörum sem annars rynnu út ásamt því sem þeim er dreift um landið.

Rekstur sjálfbær

Johan segir Huoltovarmuuskeskus rekið fyrir hagnað sem hlýst af sölu og kaupum á varningi sem sveiflast í verði, sem og sérstökum fæðu- öryggisskatti. Eignir stofnunarinnar eru tveir milljarðar evra, sem samsvarar þrjú hundruð milljörðum íslenskra króna, að mestu bundnar í neyðarbirgðum.

Neyðarbirgðastofnunin kaupi sitt korn þegar verðið er lágt, til að mynda í kjölfar uppskeru á haustin þegar bændur skortir geymslupláss, og selji þegar verð er hátt.

Stofnuninni sé óheimilt að hafa áhrif á markaðinn og þarf að selja hverjum þeim innlenda aðila sem býður hæsta verðið. Með þessu afli stofnunin talsverðra tekna sem komi á móti tapi sem fylgir geymslu á lyfjum og lækningabúnaði sem þarf að farga eftir ákveðinn árafjölda.

Miðla reynslu til annarra þjóða

„Ég held að ekkert annað Evrópuland sé með jafnöflugt kerfi. Það eru líklegast einhverjar neyðarbirgðir hér og þar, en ekki nálægt því eins stórar og okkar,“ segir Johan. Á undanförnum árum hafi sendinefndir frá Svíþjóð, Noregi, Bandaríkjunum og fleiri löndum komið til Finnlands til að læra af þeirra reynslu.

Viðhorf almennings er mjög jákvætt til Huoltovarmuuskeskus, en ólíkt flestum þjóðum heims þá hafi Finna ekki skort sýnatökupinna, handspritt og andlitsgrímur þegar Covid-19 heimsfaraldurinn skall á. Þá hafi verið skortur á korni sumarið 2022 og fóðurframleiðendur hvergi getað nálgast hráefni. Veitt var heimild til að selja nokkur hundruð tonn af fóðurkorni til að tryggja að ekki yrði rof í kjarnfóðurframleiðslu.

Geirar stilla saman strengi

Í Finnlandi er enn herskylda og er allt ungt fólk kallað í herþjónustu. Eftir það fer fólk á æfingar með hernum á fimm ára fresti þar til það kemst á fertugs- aldurinn.

Johan segir sumt fólk halda áfram þjónustu sinni við herinn eftir fertugt með annarri nálgun, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það sé sent á vígvöllinn.

Þegar Bændablaðið ræddi við Johan var hann nýkominn af þjóðvarnarnámskeiði hjá hernum, sem sé fyrir fullorðna einstaklinga sem gegni leiðandi stöðum í mismunandi geirum, bæði í einkafyrirtækjum, hagsmunasam- tökum og opinberum stofnunum.

Námskeiðin miði að því að efla samvinnu milli þjóðhagslega mikilvægra starfsgreina og koma á tengslum milli einstaklinga sem í þeim starfa. Johan tók þátt sem fulltrúi bænda og vann þá náið með fimmtíu manna hópi sem hittist þrisvar á ári. „Þetta hefur mjög mikið að gera með fæðuöryggi, því það er einn af hornsteinum þjóðaröryggis að tryggja nægar matarbirgðir á krísutímum.“

Á þessum námskeiðum sé farið yfir alla mögulega flöskuhálsa í samfélaginu með því að setja á svið mismunandi áföll, hvort sem það er stríð við Rússland, lagnaðarís sem lokar Eystrasaltinu eða heimsfaraldur.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...