Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. mars 2019

Okkar fullveldishagsmunir að Landsvirkjun verði áfram í ríkiseign

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í samtali við Bændablaðið ekki vera hrædd um að orkuverð hækki hér á landi við innleiðingu á orkupakka þrjú, ef sæstrengur verður ekki lagður.

„Það er búið að vinna gríðarlega mikla undirbúningsvinnu vegna þriðja orkupakkans. Þar hefur  ferða-, nýsköpunar-, iðnaðar- og dómsmálaráðherra komið að málum ásamt utanríkisráðherra. 

Þær áhyggjur sem garðyrkjubændur hafa lýst yfir vegna þessa máls tengjast fyrst og fremst því hvaða áhrif það myndi hafa á orkuverð ef til kæmi raforkusæstrengur til Evrópu. Nái þingmál ríkisstjórnarinnar fram að ganga þá verður raforkusæstrengur ekki lagður nema með samþykki Alþingis. Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim fyrirvara að þær koma ekki til framkvæmda fyrr en og ef Alþingi samþykkir að leggja slíkan streng og það er ekki á dagskrá. Í sjálfu sér er ekkert annað í þessum orkupakka sem kallar á hærra orkuverð.“

– Nú gerir EES-samningurinn ekki ráð fyrir að eitt orkuframleiðslufyrirtæki geti haft jafn yfirgnæfandi markaðsstöðu og Landsvirkjun er með. Má þá ekki búast við að því fyrirtækinu verði skipt upp og síðan selt einkaaðilum í hlutum?

„Það var gerð krafa í öðrum orkupakkanum um uppbrot og aðskilnað á milli dreifingar á orku og framleiðslu. Við þingmenn Vinstri grænna andmæltum því. Það er ekkert í innleiðingu þriðja orkupakkans um að menn gangi lengra í þeim efnum en gert var í öðrum orkupakkanum – það er áfram í gildi svipuð efnisleg undanþága sem sett var við innleiðingu annars orkupakkans. Það hefur hins vegar verið til skoðunar af hálfu ríkisstjórnarinnar að Landsnet verði alfarið í eigu ríkisins og aðskilið frá Landsvirkjun og öðrum orkufyrirtækjum en það tengist ekki evrópskum tilskipunum.

Mín pólitíska skoðun er sú að raforkukerfi Evrópusambandsins byggist um of á markaðslögmálunum. Það er samt erfitt að bregðast núna við því sem gert var við innleiðingu á orkupakka tvö. Ég lít hins vegar svo á að það sé einstök staða Íslands að okkar stöndugustu orkufyrirtæki eru í almannaeigu. Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir þjóðina. Sömuleiðis eru þjóðlendurnar almannaeign, þannig að ég held að við höfum alveg einstakt tækifæri í hópi Evrópulanda til að halda stjórninni á okkar auðlindum. Þess vegna er svo mikilvægt að Landsvirkjun verði áfram í ríkiseign. Ég mun algjörlega standa föst á því sjónarmiði, því þetta eru verðmæti inn í framtíðina. Ekki bara efnahagsleg, heldur tengist það líka okkar fullveldishagsmunum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 

Skylt efni: Landsvirkjun | Orkupakki 3

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...