Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sérræktaðir hundar skynja sprengiefni og krabbameinsfrumur
Fréttir 18. júní 2015

Sérræktaðir hundar skynja sprengiefni og krabbameinsfrumur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rússneska flugfélagið Aeroflot greindi frá merkum vísindalegum niðurstöðum þann 19. maí sl. Snýst þetta um rannsóknir á sérræktuðu hundakyni sem nefnist Sulimov og hefur verið notað við leit að sprengjum og öðrum hættulegum efnum.

Í frétt á PRnewswire segir að árangur hundanna hafi nú verið vísindalega staðfestur og tengt þessu sé notkun hunda við að greina kabbamein. Hefur þessi árangur náðst í samstarfi hundaöryggisdeildar Aeroflot og virtra rússneskra vísindamanna. Hefur verið unnið að þessum rannsóknum í sérstöku þróunarverkefni í fluginu.  

Nýtt hundaafbrigði ræktað upp úr tveimur hundakynjum

Í rannsóknunum var notast við hið einstaka Sulimov-hundakyn sem varð til við kynblöndun á Laika-smalahundum (líka þekktir sem hreindýrasmalahundar Lappa, Lapponian Herders) og sjakala af heittempruðum svæðum (Turkmen golden Jackals). Var þar verið að kynblanda tegundir sem lifa við mjög ólíkar og öfgafullar aðstæður. Smalahundarnir geta lifað í allt að   -70° frosti og sjakalarnir njóta þess að vera í miklum hita eða um 40 gráðum á Celsíus. Einnig hafa Husky og fleiri hundategundir verið notaðir við kynblöndunina. 

Þetta hundakyn var þróað sérstaklega fyrir öryggisdeild Aeroflot af af Klim Sulimov og hefur hundakynið verið nefnt eftir honum. Klim Sulimov var áður aðstoðarmaður við Likhachev-rannsóknarstöðina í menningar- og umhverfisverndun. Kynblöndunarverkefni hans hófst árið 1975, en það var ekki fyrr en árið 2002 sem farið var að prófa Sulimov-hunda við sprengjuleit.

Hafa verið ræktaðar upp sjö kynslóðir þessara hunda sem allir eru í eigu Aeroflot og munu þeir nú vera um 40 talsins.

Þykja þeir sérlega hlýðnir og greindir eins og heimskautahundarnir og eru með einstakt þefskyn sem þeir hafa hlotið í arf frá sjakala-hundunum. Hafa Sulimov-hundarnir verið sérþjálfaðir og eru í eldi hjá hundasveit öryggisdeildar Aeroflot.

Hafa einstaka hæfni til að skynja hættuleg efni

Sérstaklega hefur verið rannsakað hvernig hundarnir bregðast við lykt og haga sér þegar þeir finna það efni sem þeim er ætlað að leita að. Hefur þetta atferli nú verið skýrt á vísindalegan máta af vísindamönnum Burnazian Biophysics Center og hvernig lyktarskyn hundanna virkar. Hefur einkum verið miðað við að hundarnir geti fundið 12 ólík sprengiefni og önnur hættuleg efni. Þá sýna þeir mikið frumkvæði við leit sem þykir einstakur eiginleiki. Hafa Sulimov-hundarnir hlotið staðfestingu af einkaleyfisstofu Rússlands.

Skynja líka krabbameinsfrumur

Í annarri rannsókn með hundana, sem sérfræðingar öryggisdeildar Aeroflot hafa einnig komið að, hefur komið í ljós eiginleiki hundanna til að greina krabbamein. Voru hundarnir látnir greina loftsýni í rannsóknarstofu. Kom í ljós í rannsóknunum að hundarnir geta greint krabbameinsfrumur með lyktarskyninu á fljótlegri og öruggari hátt en áður er þekkt. Þykir þessi samvinna hundasveitar öryggisdeildar Aeroflot og vísindamanna hafa skilað einstökum árangri sem geti m.a. leitt til aukins öryggis í flugsamgöngum.

Skylt efni: Hundar | Rússland | Aeroflot

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...