Sláturfélag Suðurlands hækkar afurðaverðskrá sína fyrir sauðfé
Á stjórnarfundi Sláturfélags Suðurlands (SS)í dag var ákveðið að hækka afurðaverðskrá fyrir innlagt sauðfé um tvö prósent.
Um leið verður hækkun á innleggi í viku 37 um tvö prósent þannig að álag þeirrar viku fer úr 9 prósentum í 11 prósent.
SS var fyrst til að birta verðskrá sína fyrir komandi sláturtíð, en allar verðskrárnar voru birtar á blaðsíðu 4 í Bændablaðinu sem kom út í dag. Verðið sem þar birtist tekur ekki mið af hækkun SS nú.