Sláturfélag Suðurlands hækkar afurðaverðskrá sína fyrir sauðfé
Á stjórnarfundi Sláturfélags Suðurlands (SS)í dag var ákveðið að hækka afurðaverðskrá fyrir innlagt sauðfé um tvö prósent.
Á stjórnarfundi Sláturfélags Suðurlands (SS)í dag var ákveðið að hækka afurðaverðskrá fyrir innlagt sauðfé um tvö prósent.
Nú hafa allir sláturleyfishafar nema Fjallalamb birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárafurðir haustið 2021. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósent á reiknað afurðaverð frá síðustu sláturtíð og er komið í 529 krónur á hvert kíló.
Afurðastöðvarnar Norðlenska og SAH Afurðir hafa fengið heimild til að sameinast og gefa því út sameiginlega afurðaverðskrá í fyrsta sinn fyrir komandi sláturtíð.