Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. ágúst 2021

Sameiginleg afurðaverðskrá fyrir Norðlenska og SAH Afurðir: grunnverð hækkar um 5,5 prósent

Höfundur: smh

Afurðastöðvarnar Norðlenska og SAH Afurðir hafa fengið heimild til að sameinast og gefa því út sameiginlega afurðaverðskrá í fyrsta sinn fyrir komandi sláturtíð.

Samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Norðlenska, er grunnverð í nýju verðskránni 5,5 prósentum hærra að meðaltali fyrir dilka en grunnverð í verðskrá Norðlenska var á síðasta ári.

Greitt hærra fyrir fituflokk 3 en fituflokk 2

Annars eru breytingarnar á verðskránum helstar þær að álagi á verðskrá í upphafi sláturtíðar verður breytt eilítið og samræmt milli félaganna.

Notast er við sömu hlutföll milli gerðar og fituflokka og voru í verðskrá Norðlenska árið 2020. Hlutföllin eru svolítið frábrugðin þeim sem voru í verðskrá SAH Afurða í fyrra og er helsti munurinn sá að greitt er hærra verð fyrir fituflokk 3 en fituflokk 2. Ágúst Torfi segir að verðskráin endurspegli þannig hvaða vörur skila besta virðinu inn í vinnslu og sölu.

Verðskráin er aðgengileg á vefsvæðum félaganna; sahun.is og nordlenska.is.      

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...