Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. ágúst 2021

Sameiginleg afurðaverðskrá fyrir Norðlenska og SAH Afurðir: grunnverð hækkar um 5,5 prósent

Höfundur: smh

Afurðastöðvarnar Norðlenska og SAH Afurðir hafa fengið heimild til að sameinast og gefa því út sameiginlega afurðaverðskrá í fyrsta sinn fyrir komandi sláturtíð.

Samkvæmt upplýsingum frá Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Norðlenska, er grunnverð í nýju verðskránni 5,5 prósentum hærra að meðaltali fyrir dilka en grunnverð í verðskrá Norðlenska var á síðasta ári.

Greitt hærra fyrir fituflokk 3 en fituflokk 2

Annars eru breytingarnar á verðskránum helstar þær að álagi á verðskrá í upphafi sláturtíðar verður breytt eilítið og samræmt milli félaganna.

Notast er við sömu hlutföll milli gerðar og fituflokka og voru í verðskrá Norðlenska árið 2020. Hlutföllin eru svolítið frábrugðin þeim sem voru í verðskrá SAH Afurða í fyrra og er helsti munurinn sá að greitt er hærra verð fyrir fituflokk 3 en fituflokk 2. Ágúst Torfi segir að verðskráin endurspegli þannig hvaða vörur skila besta virðinu inn í vinnslu og sölu.

Verðskráin er aðgengileg á vefsvæðum félaganna; sahun.is og nordlenska.is.      

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...