Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir, horpugull@gmail.com

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt
PRJÓNAR: Sokkaprjónar nr. 4 mm. og 4,5 mm. PRJÓNAFESTA: 10 cm. = 17 lykkjur
STÆRÐ: M

VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjað upp 32 lykkjur á prjóna nr. 4.
Lykkjunum skipt jafnt á 4 prjóna og prjónað í hring stroff;
1 slétt, 1 brugðið (eða 2 slétt, 2 brugðið) alls 15 umf.
Skipt yfir á prjóna nr.4,5 og aukið út um 4 lykkjur,
þá eru 9 lykkjur á hverjum prjóni (36 l.). Prjónað slétt 5 cm. Þá eru 6 síðustu lykkjurnar á prjóni tvö prjónaðar með aukabandi fyrir þumal. Lykkjurnar settar aftur á prjóninn
og prjónað áfram 12 cm. eftir þumal og að úrtöku.

ÚRTAKA:
1. prjónn: Prjónað fyrstu lykkjuna slétt, næsta tekin af óprjónuð yfir á hægri prjóninn,
prjónað næstu lykkju slétt, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir þá lykkju, prjónað prjón á enda.
2. prjónn: Prjónað þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónað 2 lykkjur saman sem eina,
prjónað síðustu lykkjuna slétt.
3. prjónn: prjónað eins og 1. prjónn.
4. prjónn: prjónað eins og 2. prjónn.

Prjónað 1 umferð án úrtöku. Síðan tekið úr og úrtakan endurtekin í hverri umferð þar til eftir eru 2 lykkjur
á hverjum prjóni; 8 lykkjur alls.

Slitið frá og endinn dreginn í gegnum lykkjurnar.

ÞUMALL:
Aukaband fyrir þumal tekið úr og aukið út í hvorri vik svo að lykkjurnar séu 14 samtals.

Lykkjunum skipt niður á þrjá prjóna nr. 4,5
og prjónaðar 15 umf., tekið úr eins og á vettling.

HÆGRI VETTLINGUR:

Prjónaður eins og sá vinstri en nú eru lykkjur fyrir þumal 6 fyrstu lykkjurnar á prjóni þrjú.

FRÁGANGUR:

Gengið frá endum og vettlingar handþvegnir með volgu og mildu sápuvatni.

Skylt efni: vettlingar

Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Blessuð íslenska kýrin
21. febrúar 2025

Blessuð íslenska kýrin

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Kolefnisskógrækt á villigötum
11. febrúar 2025

Kolefnisskógrækt á villigötum

Hlaða hrundi í Borgarfirði
21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Fræ í frjóa jörð
21. febrúar 2025

Fræ í frjóa jörð

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f