Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigríður Jóhannesdóttir tekur við verðlaunum fyrir hönd Ólínu og Benedikts fyrir mestu meðaltalsframfarir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Björn Víkingur framkvæmdastjóri afhenti verðlaunin á aðalfundi félagsins.
Sigríður Jóhannesdóttir tekur við verðlaunum fyrir hönd Ólínu og Benedikts fyrir mestu meðaltalsframfarir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Björn Víkingur framkvæmdastjóri afhenti verðlaunin á aðalfundi félagsins.
Fréttir 3. ágúst 2016

Stór skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda við framleiðendur

Fjallalamb á Kópaskeri hefur nú sett á markað nýjar upprunamerktar afurðir og hafa viðtökur á markaði verið mjög góðar. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, segir fyrirtækið með þessu stíga stórt skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda beint til framleiðanda vörunnar. Til að byrja með verður félagið með heil og hálf læri, heila og hálfa hryggi, og grill- og súpusagaða framparta. 
 
Allar upplýsingar um bónda og býli á snjallsímavænni heimasíðu
 
„Við vorum áður með hálfa skrokka í kassa, voru þeir merktir framleiðanda og gátu viðskiptavinir flett honum upp á heimasíðu okkar. Nú tökum við þetta skrefinu lengra, höfum uppfært heimasíðuna og hver og einn bóndi er með sína eigin síðu. Þannig geta eigendur snjallsíma skannað vöruna í búðinni og fengið allar upplýsingar um bónda og býli,“ segir Björn Víkingur en á síðu hvers og eins bónda eru margvíslegar upplýsingar, eins og hvaða verkefnum hann sinni, afurðir á síðasta ári, upplýsingar um jörðina, myndir og einnig er hægt að senda fyrirspurn beint til bónda. „Þarna höfum við ótæmandi möguleika á upplýsingum sem við getum sett inn fyrir hvern bónda, segir Björn Víkingur.
 
„Þetta er snjallsímavæn heimasíða og auðvelt fyrir notendur að fara inn á hana, en þeir sem ekki eru með síma af því tagi í vasanum á meðan verslað er geta flett framleiðslunúmerinu á vörunni upp á heimasíðunni okkar,“ segir Björn Víkingur. 
 
Til að byrja með fást upprunamerktar vörur frá Fjallalambi í flestum stærri verslunum Krónunnar og Iceland. 
 
Upprunamerktar afurðir frá Fjallalambi voru kynntar á aðalfundi félagsins sem haldinn var nú nýverið. 
 
Viðurkenningar veittar
 
Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir hæsta meðalverð haustsins 2015 og fyrir mestu meðaltalsframfarir í sauðfjárrækt á tímabilinu 2013 til 2015. Dagbjartur Bogi Ingimundarson á Brekku fékk viðurkenningu fyrir hæsta meðalverð dilka innlagða hjá Fjallalambi haustið 2015, 10.665,65 kr á dilk. Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson, bændur á Brúarlandi, Þistilfirði, fengu viðurkenningu fyrir mestu meðaltalsframfarir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...