Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigríður Jóhannesdóttir tekur við verðlaunum fyrir hönd Ólínu og Benedikts fyrir mestu meðaltalsframfarir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Björn Víkingur framkvæmdastjóri afhenti verðlaunin á aðalfundi félagsins.
Sigríður Jóhannesdóttir tekur við verðlaunum fyrir hönd Ólínu og Benedikts fyrir mestu meðaltalsframfarir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs. Björn Víkingur framkvæmdastjóri afhenti verðlaunin á aðalfundi félagsins.
Fréttir 3. ágúst 2016

Stór skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda við framleiðendur

Fjallalamb á Kópaskeri hefur nú sett á markað nýjar upprunamerktar afurðir og hafa viðtökur á markaði verið mjög góðar. Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, segir fyrirtækið með þessu stíga stórt skref í gæðum, rekjanleika og tengingu neytenda beint til framleiðanda vörunnar. Til að byrja með verður félagið með heil og hálf læri, heila og hálfa hryggi, og grill- og súpusagaða framparta. 
 
Allar upplýsingar um bónda og býli á snjallsímavænni heimasíðu
 
„Við vorum áður með hálfa skrokka í kassa, voru þeir merktir framleiðanda og gátu viðskiptavinir flett honum upp á heimasíðu okkar. Nú tökum við þetta skrefinu lengra, höfum uppfært heimasíðuna og hver og einn bóndi er með sína eigin síðu. Þannig geta eigendur snjallsíma skannað vöruna í búðinni og fengið allar upplýsingar um bónda og býli,“ segir Björn Víkingur en á síðu hvers og eins bónda eru margvíslegar upplýsingar, eins og hvaða verkefnum hann sinni, afurðir á síðasta ári, upplýsingar um jörðina, myndir og einnig er hægt að senda fyrirspurn beint til bónda. „Þarna höfum við ótæmandi möguleika á upplýsingum sem við getum sett inn fyrir hvern bónda, segir Björn Víkingur.
 
„Þetta er snjallsímavæn heimasíða og auðvelt fyrir notendur að fara inn á hana, en þeir sem ekki eru með síma af því tagi í vasanum á meðan verslað er geta flett framleiðslunúmerinu á vörunni upp á heimasíðunni okkar,“ segir Björn Víkingur. 
 
Til að byrja með fást upprunamerktar vörur frá Fjallalambi í flestum stærri verslunum Krónunnar og Iceland. 
 
Upprunamerktar afurðir frá Fjallalambi voru kynntar á aðalfundi félagsins sem haldinn var nú nýverið. 
 
Viðurkenningar veittar
 
Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir hæsta meðalverð haustsins 2015 og fyrir mestu meðaltalsframfarir í sauðfjárrækt á tímabilinu 2013 til 2015. Dagbjartur Bogi Ingimundarson á Brekku fékk viðurkenningu fyrir hæsta meðalverð dilka innlagða hjá Fjallalambi haustið 2015, 10.665,65 kr á dilk. Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir og Benedikt Líndal Jóhannsson, bændur á Brúarlandi, Þistilfirði, fengu viðurkenningu fyrir mestu meðaltalsframfarir í fjárrækt á innleggjendasvæði Fjallalambs.
Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...