Styrkir greiddir til 50 garðyrkjubænda
Alls fengu 50 garðyrkjubændur greidda styrki fyrir 568 ræktaða hektara á síðasta ári í útiræktun grænmetis.
Þetta kemur fram í uppgjöri matvælaráðuneytisins vegna greiðslna á jarðræktarstyrkjum síðasta árs.
Greitt er samkvæmt ákvæðum reglugerðar um stuðning við garðyrkju og nam heildargreiðsla vegna útiræktaðs grænmetis rúmum 83 milljónum króna.
Annars vegar var greitt út á ræktun rótarafurða, fyrir samtals rúmar 62 milljónir króna, og hins vegar fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar, samtals rúmlega 21 milljón.