Styrkir greiddir til 50 garðyrkjubænda
Alls fengu 50 garðyrkjubændur greidda styrki fyrir 568 ræktaða hektara á síðasta ári í útiræktun grænmetis.
Alls fengu 50 garðyrkjubændur greidda styrki fyrir 568 ræktaða hektara á síðasta ári í útiræktun grænmetis.
Hjá Matís hefur á undanförnum vikum verið unnið að verkefni með stuðningi Matvælasjóðs, sem miðar að því meðal annars að lengja geymsluþol á útiræktuðu íslensku grænmeti. Verkefninu er stýrt af Ólafi Reykdal, en markmiðið er meðal annars að viðhalda gæðunum lengur og þannig auka verðmæti afurðanna.
Á bænum Narfaseli, undir Hafnarfjalli í Borgarfirði, hafa svissnesku hjónin Laurent og Lola Balmer sest að og stunda þar grænmetisræktun úti og inni í gróðurhúsi. Þau fluttust til Íslands snemma á síðasta ári og hafa reist sér íbúðarhúsnæði, geymslu og lítið kornsíló á landinu – auk veglegs 450 fermetra gróðurhúss.
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði í dag tillögum til sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar er meðal annars lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda sem eru í ræktun á Íslandi.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að góðum árangri í útirækt grænmetis þessa sumarið, megi fyrst og fremst þakka því að það voraði mjög snemma og vinna við garða gat hafist mun fyrr í ár en undanfarandi ár.
Fyrsta merki þess að upp sé runninn tími íslenska útiræktaða grænmetisins er þegar kínakálið kemur í verslanir – og sú er raunin í dag.