Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ferskt íslenskt kínakál og nýjar kartöflur í verslanir
Mynd / smh
Fréttir 4. júlí 2019

Ferskt íslenskt kínakál og nýjar kartöflur í verslanir

Höfundur: smh

Fyrsta merki þess að upp sé runninn tími íslenska útiræktaða grænmetisins er þegar kínakálið kemur í verslanir – og sú er raunin í dag.

Að sögn Guðna Hólmars Kristinssonar, framkvæmdastjóra afurðarsviðs Sölufélags garðyrkjumanna, má búast við að á næstu vikum komi fleiri tegundir inn og strax um helgina koma nýjar íslenskar kartöflur í einhverjar verslanir.

Guðni Hólmar Kristinsson. Mynd / SFG

„Ég held að útiræktin líti nokkuð vel út eins og er. Fyrsta kínakálið kemur frá Óskari Rafni Emilssyni á Grafarbakka.  Kartöflurnar koma frá Vigni Jónssyni í Auðsholti og Óskari Kristinssyni og Birki Ármannssyni í Þykkvabæ.  Kartöflurnar eru frekar snemma á ferðinni en kínakál hefur stundum komið í lok júní.

Það gerist svo mikið í þessu á næstu tveimur til þremur vikum; þá fer að koma spergilkál, gulrætur, blómkál, hvítkál og grænkál. Rauðkál og gulrófur koma svo í ágúst,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...