Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ferskt íslenskt kínakál og nýjar kartöflur í verslanir
Mynd / smh
Fréttir 4. júlí 2019

Ferskt íslenskt kínakál og nýjar kartöflur í verslanir

Höfundur: smh

Fyrsta merki þess að upp sé runninn tími íslenska útiræktaða grænmetisins er þegar kínakálið kemur í verslanir – og sú er raunin í dag.

Að sögn Guðna Hólmars Kristinssonar, framkvæmdastjóra afurðarsviðs Sölufélags garðyrkjumanna, má búast við að á næstu vikum komi fleiri tegundir inn og strax um helgina koma nýjar íslenskar kartöflur í einhverjar verslanir.

Guðni Hólmar Kristinsson. Mynd / SFG

„Ég held að útiræktin líti nokkuð vel út eins og er. Fyrsta kínakálið kemur frá Óskari Rafni Emilssyni á Grafarbakka.  Kartöflurnar koma frá Vigni Jónssyni í Auðsholti og Óskari Kristinssyni og Birki Ármannssyni í Þykkvabæ.  Kartöflurnar eru frekar snemma á ferðinni en kínakál hefur stundum komið í lok júní.

Það gerist svo mikið í þessu á næstu tveimur til þremur vikum; þá fer að koma spergilkál, gulrætur, blómkál, hvítkál og grænkál. Rauðkál og gulrófur koma svo í ágúst,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...