Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Mynd / smh
Fréttir 13. september 2019

Lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis

Höfundur: smh

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði í dag tillögum til sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar er meðal annars lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda sem eru í ræktun á Íslandi.

Talið er eðlilegt að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis sem ræktaðar eru hér á landi til manneldis enda sé óeðlilegt að gera greinarmun á því hvaða grænmetistegund á í hlut. Mikil sóknarfæri eru talin felast í aukinni grænmetisframleiðslu á Íslandi og leggur hópurinn til að efla þurfi íslenska grænmetisframleiðslu og segir sterk rök fyrir því, bæði út frá umhverfislegum ávinningi og markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum en ekki síður út frá lýðheilsusjónarmiðum.

„Ef horft er til heildarútgjalda til matvælaframleiðslu er hlutdeild garðyrkjunnar ekki ýkja mikil. Mikilvægi bæði ylræktar og útiræktunar er þó óumdeilt og tryggja þarf að greinin eflist enn frekar. […]

Samráðshópurinn telur nauðsynlegt að ráðast í að efla og styrkja verulega rekstrarumhverfi útiræktaðs grænmetis. Hópurinn leggur til að greiðslur vegna útiræktunar til manneldis verði hækkaðar verulega og að gerð verði gangskör í skráningu og söfnum upplýsinga í sameiginlegan gagnagrunn.,“ segir í skýrslunni.

 

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...