Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Mynd / smh
Fréttir 13. september 2019

Lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis

Höfundur: smh

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði í dag tillögum til sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar er meðal annars lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda sem eru í ræktun á Íslandi.

Talið er eðlilegt að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis sem ræktaðar eru hér á landi til manneldis enda sé óeðlilegt að gera greinarmun á því hvaða grænmetistegund á í hlut. Mikil sóknarfæri eru talin felast í aukinni grænmetisframleiðslu á Íslandi og leggur hópurinn til að efla þurfi íslenska grænmetisframleiðslu og segir sterk rök fyrir því, bæði út frá umhverfislegum ávinningi og markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum en ekki síður út frá lýðheilsusjónarmiðum.

„Ef horft er til heildarútgjalda til matvælaframleiðslu er hlutdeild garðyrkjunnar ekki ýkja mikil. Mikilvægi bæði ylræktar og útiræktunar er þó óumdeilt og tryggja þarf að greinin eflist enn frekar. […]

Samráðshópurinn telur nauðsynlegt að ráðast í að efla og styrkja verulega rekstrarumhverfi útiræktaðs grænmetis. Hópurinn leggur til að greiðslur vegna útiræktunar til manneldis verði hækkaðar verulega og að gerð verði gangskör í skráningu og söfnum upplýsinga í sameiginlegan gagnagrunn.,“ segir í skýrslunni.

 

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...