Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Útiræktað grænkál hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum.
Mynd / smh
Fréttir 13. september 2019

Lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis

Höfundur: smh

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði í dag tillögum til sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar er meðal annars lagt til að beingreiðslur nái til allra tegunda sem eru í ræktun á Íslandi.

Talið er eðlilegt að beingreiðslur nái til allra tegunda grænmetis sem ræktaðar eru hér á landi til manneldis enda sé óeðlilegt að gera greinarmun á því hvaða grænmetistegund á í hlut. Mikil sóknarfæri eru talin felast í aukinni grænmetisframleiðslu á Íslandi og leggur hópurinn til að efla þurfi íslenska grænmetisframleiðslu og segir sterk rök fyrir því, bæði út frá umhverfislegum ávinningi og markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum en ekki síður út frá lýðheilsusjónarmiðum.

„Ef horft er til heildarútgjalda til matvælaframleiðslu er hlutdeild garðyrkjunnar ekki ýkja mikil. Mikilvægi bæði ylræktar og útiræktunar er þó óumdeilt og tryggja þarf að greinin eflist enn frekar. […]

Samráðshópurinn telur nauðsynlegt að ráðast í að efla og styrkja verulega rekstrarumhverfi útiræktaðs grænmetis. Hópurinn leggur til að greiðslur vegna útiræktunar til manneldis verði hækkaðar verulega og að gerð verði gangskör í skráningu og söfnum upplýsinga í sameiginlegan gagnagrunn.,“ segir í skýrslunni.

 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...