Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Mynd / MHH
Fréttir 6. ágúst 2019

Reiknað með metuppskeru á útiræktuðu grænmeti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gunnar Þorgeirsson.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að góðum árangri í útirækt grænmetis þessa sumarið, megi fyrst og fremst þakka því að það voraði mjög snemma og vinna við garða gat hafist mun fyrr í ár en undanfarandi ár.
 
„Eins hefur hiti verið mjög góður en reyndar var talsvert kalt á nóttunni í júní, sem aðeins hægði á. Eins hafa næringarefni nýst mun betur í ár en síðastliðin ár. Útlitið er best hjá þeim bændum sem hafa getað vökvað hér sunnanlands, þannig að það sem kemur úr vökvuðum görðum er að streyma á markað þessa dagana,“ segir Gunnar þegar leitað var viðbragða hans við því að útiræktað grænmeti væri nú komið í verslanir mánuði fyrr en sumarið 2018. 
 
Margar hendur vinna létt verk! Lilja, Andri, Elín Esther og Elín á Grafarbakka. 
 
Garðyrkjubændur, sem talað var við, voru hæstánægðir með uppskeruna og hversu snemma var hægt að byrja að taka upp en þeir fyrstu á Flúðum tóku upp í kringum 10. júlí. „Ég held að allir, sem þykir grænmeti gott, séu mjög ánægðir með að fá nýupptekið grænmeti svona snemma, hvort sem er kartöflur, rófur, gulrætur eða kál,“ bætir Gunnar við. Allar helstu tegundir grænmetisins eiga að vera komnar í verslanir, eins og gulrætur, rófur, kínakál, spergilkál, hnúðkál og auðvitað kartöflur. 
 

5 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...