Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Mynd / MHH
Fréttir 6. ágúst 2019

Reiknað með metuppskeru á útiræktuðu grænmeti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gunnar Þorgeirsson.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að góðum árangri í útirækt grænmetis þessa sumarið, megi fyrst og fremst þakka því að það voraði mjög snemma og vinna við garða gat hafist mun fyrr í ár en undanfarandi ár.
 
„Eins hefur hiti verið mjög góður en reyndar var talsvert kalt á nóttunni í júní, sem aðeins hægði á. Eins hafa næringarefni nýst mun betur í ár en síðastliðin ár. Útlitið er best hjá þeim bændum sem hafa getað vökvað hér sunnanlands, þannig að það sem kemur úr vökvuðum görðum er að streyma á markað þessa dagana,“ segir Gunnar þegar leitað var viðbragða hans við því að útiræktað grænmeti væri nú komið í verslanir mánuði fyrr en sumarið 2018. 
 
Margar hendur vinna létt verk! Lilja, Andri, Elín Esther og Elín á Grafarbakka. 
 
Garðyrkjubændur, sem talað var við, voru hæstánægðir með uppskeruna og hversu snemma var hægt að byrja að taka upp en þeir fyrstu á Flúðum tóku upp í kringum 10. júlí. „Ég held að allir, sem þykir grænmeti gott, séu mjög ánægðir með að fá nýupptekið grænmeti svona snemma, hvort sem er kartöflur, rófur, gulrætur eða kál,“ bætir Gunnar við. Allar helstu tegundir grænmetisins eiga að vera komnar í verslanir, eins og gulrætur, rófur, kínakál, spergilkál, hnúðkál og auðvitað kartöflur. 
 

5 myndir:

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...