Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Mynd / MHH
Fréttir 6. ágúst 2019

Reiknað með metuppskeru á útiræktuðu grænmeti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gunnar Þorgeirsson.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að góðum árangri í útirækt grænmetis þessa sumarið, megi fyrst og fremst þakka því að það voraði mjög snemma og vinna við garða gat hafist mun fyrr í ár en undanfarandi ár.
 
„Eins hefur hiti verið mjög góður en reyndar var talsvert kalt á nóttunni í júní, sem aðeins hægði á. Eins hafa næringarefni nýst mun betur í ár en síðastliðin ár. Útlitið er best hjá þeim bændum sem hafa getað vökvað hér sunnanlands, þannig að það sem kemur úr vökvuðum görðum er að streyma á markað þessa dagana,“ segir Gunnar þegar leitað var viðbragða hans við því að útiræktað grænmeti væri nú komið í verslanir mánuði fyrr en sumarið 2018. 
 
Margar hendur vinna létt verk! Lilja, Andri, Elín Esther og Elín á Grafarbakka. 
 
Garðyrkjubændur, sem talað var við, voru hæstánægðir með uppskeruna og hversu snemma var hægt að byrja að taka upp en þeir fyrstu á Flúðum tóku upp í kringum 10. júlí. „Ég held að allir, sem þykir grænmeti gott, séu mjög ánægðir með að fá nýupptekið grænmeti svona snemma, hvort sem er kartöflur, rófur, gulrætur eða kál,“ bætir Gunnar við. Allar helstu tegundir grænmetisins eiga að vera komnar í verslanir, eins og gulrætur, rófur, kínakál, spergilkál, hnúðkál og auðvitað kartöflur. 
 

5 myndir:

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...