Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Borgardalur.
Borgardalur.
Fréttir 11. maí 2022

Styrkir varmadæluvæðingu vegna húshitunar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Forsvarsmenn Hörgársveitar höfðu frumkvæði að því að fá ráðgjafa til að skoða varma­dæluvæðingu í sveitar­félaginu.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri segir að varmadæluvæðing sé meðal annars til komin vegna þess að ekki sýndist hagkvæmt að leggja hitaveitu á öll svæði sveitarfélagsins. Alls eru 19 íbúar að skoða þann kost að setja upp varmadælu í híbýlum sínum, en sveitarfélagið veitir styrki til verksins.

„Varmadælur eru nú orðnar mjög hagstæður kostur í rekstri húshitunar, þannig að um hagkvæman kost ætti að vera að ræða til framtíðar til að losna við kostnaðarsama rafhitun, enda er gert ráð fyrir í nýjum reglum að niðurgreiðslur haldi áfram,“ segir Snorri. Í framhaldi af heimsókn ráðgjafa í sveitarfélagið sem skoðaði kosti varmadæluvæðingar þar var ákveðið að Hörgársveit myndi veita fjárstyrk til þeirra fasteignaeigenda í sveitarfélaginu sem taka inn slíka dælu og draga þar með úr notkun raforku til upphitunar íbúðarhúsnæðis.

Snorri segir að miðað sé við að föst búseta og lögheimilisskráning sé í íbúðarhúsnæðinu og að það sé á svæði þar sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til. Á nokkrum svæðum innan sveitarfélagsins háttar svo til að því verði ekki við komið að nýta hitaveitu, ýmist tæknilega eða með hagkvæmum fjárhagslegum hætti.

Kostnaður við kaup og upp­setningu varmadæla er að meðaltali um 2,3 milljónir króna á hverjum stað. Ráðgjafarþjónusta kostar 300 þúsund krónur að auki þannig að upphæðin nemur um 2,6 milljónum króna fyrir hvern þann sem tekur inn varmadælu. Orkustofnun hefur gefið út að hún styrki verkefnið um 1,0 milljón, Hörgársveit ætlar að styrkja verkefnið um 600 þúsund krónur, þ.e. sveitarfélagið mun greiða ráðgjafarþjónustuna og veita 300 þúsund krónur að auki í styrk vegna kaupa á varmadælunni. Má því áætla að kostnaður fasteignaeigenda verði nálægt einni milljón króna.

Snorri segir að þessi upphæð sé svipuð og ef viðkomandi fasteignaeigandi þyrfti að greiða fyrir heimtaugagjöld vegna hitaveitu, ekki síst þar sem fjarlægðir yrðu miklar frá stofnæð hitaveitunnar.

Skylt efni: Hörgársveit | varmadælur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...