Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dæmi um niðurbrot á jarðvegi þar sem gróður þrífst ekki lengur til að halda honum saman. Þá skolast jarðevgurinn auðveldlega í burtu þegar rignir.
Dæmi um niðurbrot á jarðvegi þar sem gróður þrífst ekki lengur til að halda honum saman. Þá skolast jarðevgurinn auðveldlega í burtu þegar rignir.
Fréttir 30. janúar 2020

Telur niðurbrot jarðvegs geta leitt til fæðuskorts innan tíu ára

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þar sem vatnsskortur, hátt hita­stig og vaxandi losun gróður­­húsa­lofttegunda ógnar matvæla­framleiðslu, leita bændur um allan heim að öðrum lausnum. Lausnin kann að vera nær en menn halda, eða hreinlega undir fótum manna.

Í áratugi hafa bændur beint athygli sinni að áburði, tækni og nýjum fræafbrigðum til að auka afrakstur sinnar uppskeru. Sérfræðingar hafa um árabil varað við ofræktun og ofnýtingu sem hafi í för með sér niðurbrot jarðvegs. Það muni orsaka alþjóðlega kreppu í matvælaframleiðslu. Nú benda þessir sömu sérfræðingar bændum á að líta undir fætur sína.

Niðurbrot jarðvegs gæti leitt til fæðu- og vatnsskorts innan tíu ára

Gögn benda til þess að ef við endurheimtum ekki alþjóðlegt jarðvegsheilbrigði verði mjög líklegar afleiðingarnar innan 10 ára þær að ógnað verði fæðu- og neysluvatnsöryggi margra milljóna manna. Er þar vísað í ummæli breska jarðvegsfræðingsins John Crawford við Thomson Reuters-stofnunina í London.

Þetta gæti leitt til borgaralegrar ólgu, fólksflótta, róttækni og ofbeldis af áður óþekktum skala, að mati Crawford. Hann var þar til nýlega vísindastjóri við eina elstu rannsóknarstofnunina í landbúnaði, Rothamsted Research.

Um 36 milljarðar tonna af jarðvegi eyðast á hverju ári

Samkvæmt skýrslu um áhrif land­notkunar á 21. öldinni, „An assessment of the global impact of 21st century land use change on soil erosion“, er staðan skelfileg. Um 36 milljarðar tonna af jarðvegi hafa farið forgörðum á hverju ári vegna þurrka, eyðingu skóga, flóða  og ofnýtingar. Mest eyðing jarðvegs hefur átt sér stað í jaðri Sahara eyðimerkurinnar, í Suður-Ameríku (m.a. vegna skógareyðingar) og í Suðaustur-Asíu. Jarðvegurinn sem ýmist skolast burt eða fýkur á brott á hverju ári samsvarar þyngd steypu sem dygði til að reisa 250 stykki af stærstu stíflu heims. Þar er um að ræða Three Gorges Dam í Yangtze fljóti í Kína. Um 2,5% af nýtanlegum jarðvegi á áhrifasvæði stíflunnar er sagður hafa glatast á árunum 2000 til 2012. 

Jarðvegur sem samsvarar einum fótboltavelli glatast á fimm sekúndna fresti

Við niðurbrot á jarðvegi fer veðrun að hafa mikil áhrif. Þá ýmist skolast eða blæs burt efsta lag frjóasta jarðvegsins. Jarðvegssvæði á stærð við fótboltavöll getur þannig glatast á fimm sekúndna fresti, samkvæmt áliti Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Þó jarðvegseyðing eigi sér stað á náttúrulegan hátt hafa athafnir manna líka mikil áhrif. Þar má nefna ásækinn landbúnað, skógrækt og aukna nýtingu lands undir þéttbýli.

Ofnýting á um þriðjungi jarðvegs

Nærri þriðjungur jarðvegs jarðar er þegar ofnýttur og niðurbrotinn. Miðað við núverandi stöðu mun það aukast í 90% fyrir árið 2050 samkvæmt spá FAO. Þar er bent á að mengun vegna athafna manna, svo sem af námuvinnslu og framleiðslu, sé þar stór orsakavaldur sem og veðrun.

John Crawford  segir að jarðvegur sé einn mikilvægasti hlekkurinn í að halda uppi loftgæðum á jörðinni og nýta gróðurhúsalofttegundir úr andrúmsloftinu. Hann geymi líka meira kolefni en finnst í andrúmslofti jarðar og gróðri samanlagt.

„Ef þú lagar jarðveg, dregur þú úr allri annarri áhættu,“ sagði Crawford í samtali við Reuters, en hann er nú prófessor í tækni og stefnumótun við Adam Smith viðskiptaskólann í Glasgow.

Gott dæmi um niðurbrot og eyðingu jarðvegs er hrísgrjónaræktarsvæðið Ayeyarwady Delta í Mjan­mar. Þetta svæði er líka stundum kallað Irrawaddy. Hér má sjá Landsat gervihnattamyndir sem teknar eru af svæðinu með margra ára millibili. Lengst til vinstri er mynd sem tekin var í janúar 1974. Þá er vatnasvæðið við ströndina vel gróið. Næsta mynd var tekin árið 1989 þar sem bleiki liturinn sýnir að talsvert er farið að ganga á ræktarsvæðið. Þriðja myndin lengst til hægri var tekin úr gervihnetti árið 2017. Þar sést greinilega að mikil jarðvegseyðing hefur átt sér stað á ósasvæðinu við ströndina. 

Leiðsögn og fræðsla getur gjörbreytt stöðunni

Frá Iowa til Ayeyarwady Delta hrísgrjóna­ræktarsvæðisins í Mjan­mar reyna bændur að átta sig á því hvernig eigi að gera jarðveginn heilbrigð­ari og afkastameiri. Þetta svæði er líka stundum kallað Irrawaddy.

Í afskekktu þorpi í Ayeyarwady Delta sat hópur bænda nýlega með krosslagða fætur á trégólfi og ræddi hvers vegna blómleg býli þeirra gæfu ekki eins mikla uppskeru og áður. Mennirnir höfðu byrjað að taka jarðvegssýni í fyrsta skipti með hjálp Proximity Designs, fyrirtækis sem hannar búnað fyrir landbúnað með litlum tilkostnaði. Fyrirtækið byrjaði fyrst að bjóða ódýra jarðvegsprófunarþjónustu í Mjanmar árið 2018 og í október síðastliðnum hafði það þegar selt meira en 7.600 jarðvegsprófanir sem kostuðu hver um sig 17 dollara. Þetta vakti áhuga bænda á svæðinu.

Hinn 44 ára gamli hrísgrjóna­bóndi Win Zaw sagði að þeir hafi ekki haft neinn til að kenna þeim jarðvegsfræði. Þeir hafi einfaldlega fylgt ábendingum frá öðrum í þeirri von að þær virkuðu. Hann hefur ræktað hrísgrjón á 2,4 hektara jörð sinni og nær tveim uppskerum á ári.

„Við vissum að eitthvað var rangt, en vissum ekki hvað við áttum að gera,“ sagði hann og horfði niður á pappíra með niðurstöðum jarðvegsprófana. Þar var greint frá magni köfnunarefnis, fosfats, kalíums, sýrustigs og lífræns efnis í jarðveginum.

Allar mælingar sýndu að mjög lítið lífrænt efni var í jarðveginum sem fæst með rotnun og niður­broti plantna og er lykillinn að góðu jarðvegsheilbrigði. Ræktunar­fræðingar Proximity Designs telja að þetta stafi líklega af hlýnun loftslags og að hluta af staðbundnum búskaparháttum. Það orsaki hraðara niðurbrot jarðvegsins sem gefi þá litla bindingu og skolist eða blási þá auðveldlega í burtu. 

Stærsta stíflumannvirki í heimi er Three Gorges Dam í Yangtze fljóti í Kína. Mikil jarðvegseyðing er sögð hafa átt sér stað á áhrifasvæði stíflunnar. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...