Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Mynd / Votlendissjóður
Fréttir 20. september 2022

Votlendissjóður tilnefndur til umhverfisverðlauna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Votlendissjóður hefur verið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Sex verkefni voru tilnefnd á dögunum sem leggja allar út frá náttúrumiðuðum lausnum sem alhliðasvar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins.

Votlendissjóður er sjálfseignarstofnun sem rekin er á framlögum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hlutverk hans er að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun koltvísýringsígilda, efla líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og bæta vatnsbúskap í veiðiám. Samkvæmt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra voru 59 hektarar votlendis endurheimtir árið 2021 fyrir tilstuðlan Votlendissjóðs og 131 hektari það sem af er árinu 2022.

Aðrir tilnefndir til umhverfis- verðlauna Norðurlandaráðs er verkefni um víðtæka gróðursetningu marhálms í Vejle-firði í Danmörku, sjálfboðaliðasamtökin Virho rf sem staðið hafa fyrir endurheimt ótal áa og lækja í Finnlandi, grænlenska tískumerkið Louise Lynge sem vekur athygli á loftslagsbreytingum með hönnun „zero waste“ fatnaði, votlendið Kristiansstads vattenrike, sem er elsta UNESCO-lífhvolf Svíþjóðar og sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum sem skapað hefur votlendisgarð í nágrenni bæjarins sem nýtist sem afþreyinga- og fræðslusvæði.

Tilkynnt verður um vinningshafa þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300.000 danskar krónur.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...