Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Mynd / Votlendissjóður
Fréttir 20. september 2022

Votlendissjóður tilnefndur til umhverfisverðlauna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Votlendissjóður hefur verið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Sex verkefni voru tilnefnd á dögunum sem leggja allar út frá náttúrumiðuðum lausnum sem alhliðasvar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins.

Votlendissjóður er sjálfseignarstofnun sem rekin er á framlögum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hlutverk hans er að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun koltvísýringsígilda, efla líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og bæta vatnsbúskap í veiðiám. Samkvæmt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra voru 59 hektarar votlendis endurheimtir árið 2021 fyrir tilstuðlan Votlendissjóðs og 131 hektari það sem af er árinu 2022.

Aðrir tilnefndir til umhverfis- verðlauna Norðurlandaráðs er verkefni um víðtæka gróðursetningu marhálms í Vejle-firði í Danmörku, sjálfboðaliðasamtökin Virho rf sem staðið hafa fyrir endurheimt ótal áa og lækja í Finnlandi, grænlenska tískumerkið Louise Lynge sem vekur athygli á loftslagsbreytingum með hönnun „zero waste“ fatnaði, votlendið Kristiansstads vattenrike, sem er elsta UNESCO-lífhvolf Svíþjóðar og sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum sem skapað hefur votlendisgarð í nágrenni bæjarins sem nýtist sem afþreyinga- og fræðslusvæði.

Tilkynnt verður um vinningshafa þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300.000 danskar krónur.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...