Votlendissjóður tilnefndur til umhverfisverðlauna
Votlendissjóður hefur verið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
Votlendissjóður hefur verið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
Af viðbrögðum Þrastar Ólafssonar, stjórarformanns Votlendissjóðs, að dæma við greinarkornum höfundar hér í Bændablaðinu upp á síðkastið, er eins og hann sjái ekkert nema hvítt og svart.
Þegar vitnað er í skrif annarra við réttlætingu á eigin skrifum þarf að vanda sig. Sé það ekki gert eiga menn á hættu að detta í díki sem stundum getur þvælst fyrir og valdið óþægindum. Breytir þá engu þótt hroðvirknin sé lofuð af álíka vandvirkum viðhlæjendum, sem halda hálfsannleik í heiðri.
Formaður stjórnar Votlendissjóðs, Þröstur Ólafsson, svarar grein undirritaðs (Bændablaðið 25.02.2021) í síðasta Bændablaði (11.03). Þar er mikið um vandlætingar og þá ekki síst um faðerni Votlendissjóðs. Má segja að það hafi verið að vonum og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því að bendla hinu opinbera við getnað sjóðsins.