Hlaðvarp Landgræðslunnar - #7 - Árni Bragason og ný landgræðsluáætlun
Nú liggja fyrir drög að nýrri landgræðsluáætlun. Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess.
Í þessum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar ræðir Áskell Þórisson við Árna Bragason landgræðslustjóra um landgræðsluáætlunina og ýmislegt henni tengt.
Fleiri þættir
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #8 - Söfnun birkifræs
Að þessu sinni ræðir Áskell Þórisson við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landve...
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #6 - Bryndís Marteinsdóttir og Grólind - 25. maí 2020
Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri er viðmælandi Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunn...
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #5 – Árni Bragason - 20. maí. 2020
Árni Bragason landgræðslustjóri er viðmælandi í fimmta hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Í viðtalinu r...
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #4 - Tryggvi Felixson hjá Landvernd - 6. maí. 2020
Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgr...
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #3 - Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi - 21. feb. 2020
Gestur í hlaðvarpi Landgræðslunnar að þessu sinni er Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunna...