Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vefrit um geita- og sauðamjaltir og smáframleiðslu á hangikjöti
Á faglegum nótum 21. október 2019

Vefrit um geita- og sauðamjaltir og smáframleiðslu á hangikjöti

Höfundur: smh
Matís hefur gefið út tvö vefrit um annarsvegar hangikjöt og hins vegar geita- og sauðamjaltir. Um er að ræða faggreinaleiðbeiningar fyrir góða starfshætti og innra eftirlit fyrir smáframleiðendur. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar leiðbeiningar eru gefnar út.
 
Óli Þór Hilmarsson.
Óli Þór Hilmarsson, sérfræð­ingur hjá Matís, tók textann saman og teikningar eru eftir Sólveigu Evu Magnúsdóttir. Óli Þór segir leiðbeiningarnar alfarið byggðar á þeim lögum og reglugerðum sem fara þarf eftir við framleiðslu á þeim vörum sem þær ná yfir. „Þær eru settar fram í aðgengilegum texta, oft með skýringarmyndum.
 
Leiðbeiningarnar eru lesnar yfir af eftirlitsaðilanum, í þessu tilfellli Matvælastofnun, sem að lokum samþykkir að skilningur laga og reglna komist sem best til skila. Þar með eru komnar skýrar leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að framleiðslu á hinum ýmsu vörum. Í löndunum í kringum okkur hefur útgáfa sem þessi verið stunduð lengi, hvort heldur það er til einföldunar fyrir smáframleiðendur eða hina stærri. 
 
Fagleiðbeiningarnar fyrir Geita- og sauðamjaltir voru unnar í samvinnu við Geitfjárræktarfélag Íslands, Landssamband sauðfjárbænda, samtök­in Beint frá býli og Matvæla­stofnun. Fag­leið­bein­ingarnar fyrir hangikjöt voru unnar í samvinnu við Landssamtök sauðfjár­bænda, Matvælastofnun og samtökin Beint frá býli.
 
Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar í gegnum vef Matís, undir „Útgáfa og miðlun“. 
 
 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...