Erfið en yndisleg iðja
Dúntekja er iðkuð víða um land. Hún er oft lýjandi en skapar mikil verðmæti því íslenski æðardúnninn þykir einhver sá allra besti.
Dúntekja er iðkuð víða um land. Hún er oft lýjandi en skapar mikil verðmæti því íslenski æðardúnninn þykir einhver sá allra besti.
Síðastliðið vor var einstaklega votviðrasamt í Árneshreppi á Ströndum og dúntekja í ár ein sú minnsta í fjöldamörg ár. Kollur skiluðu sér seint og illa á hreiður.
„Æðarvarpið hefur gengið mjög vel þrátt fyrir kalt vor og að varpið hafi farið mun seinna af stað en í fyrra,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur.