Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Dúntekja yfir meðallagi
Fréttir 9. júlí 2015

Dúntekja yfir meðallagi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

„Æðarvarpið hefur gengið mjög vel þrátt fyrir kalt vor og að varpið hafi farið mun seinna af stað en í fyrra,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur.

„Þótt það hafi verið svona kalt fyrst og varpið langt á eftir því sem venja er, virðist ástandið á kollunum vera mjög gott. Það er mikill fjöldi af ungum og dúntekja virðist víðast hvar vera mun meiri en í fyrra.

Kollurnar settust upp um hálfum mánuði seinna nú en í venjulegu ári. Síðan hefur verið mikill kraftur í varpinu. Þessi staða hentar okkur reyndar mjög vel, þar sem gróður var ekki kominn mikið af stað og því ekki hætta á að hreiðrin færu á kaf í gras.“

Þegar tíðindamaður Bænda­blaðsins ræddi við Salvar í byrjun síðustu viku voru enn þó nokkuð margar kollur á hreiðrum. Æðarbændur eru yfirleitt fáorðir um umfang þess dúns sem fæst í þeirra varpi og tala frekar um dúntekjuna í víðum skilningi.

„Hjá mér var dúntekjan í fyrra um 25% undir því sem gerist í meðalári. Þá var mjög leiðinlegt veður og í samanburði er það eins og svart og hvítt miðað við veðurfarið nú í sumar. Dúntekjan nú verður örugglega eins og í góðu meðalári.“

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var fluttur út dúnn fyrir 152,1 milljón (fob-verð) á tímabilinu janúar til maí árið 2014, en fyrir 210,1 milljón á sama tíma 2015. Fróðlegt verður því að sjá tölur fyrir útflutning dúns sem heimtist úr hreiðrum nú í júní.

Salvar segir að annað fuglavarp í eyjunni virðist líka vera að ganga vel. Krían hafi komið upp miklum fjölda unga og sömu sögu sé að segja af lundanum sem er annar nytjastofn í Vigur ásamt æðarfuglinum og hefur verið nýttur í árhundruð.

„Ég hef skoðað ábúðina fyrir Náttúrustofu Suðurlands sem heldur utan um tölur um lundann og það er yfir 90% ábúð hér í lundaholum. Sömu sögu er að segja á öðrum stöðum í Djúpinu, enda virðist vera mikið af æti og staðan góð fyrir allt fuglalíf.“

Skylt efni: æðarvarp | dúntekja | Vigur

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...