Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Dún safnað á einum af fáum sólskinsdögum í Árnesey í Árneshreppi í vor. / Mynd Hrefna Þorvaldsdóttir.
Dún safnað á einum af fáum sólskinsdögum í Árnesey í Árneshreppi í vor. / Mynd Hrefna Þorvaldsdóttir.
Fréttir 25. ágúst 2017

Blautt vor og kollurnar skiluðu sér illa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið vor var einstaklega votviðrasamt í Árneshreppi á Ströndum og dúntekja í ár ein sú minnsta í fjöldamörg ár. Kollur skiluðu sér seint og illa á hreiður.

Hrefna Þorvaldsdóttir, bóndi í Árnesi 2 í Árneshreppi, segir að dúntekja í sumar hafi verið lítil miðað við undanfarin ár. „Miðað við undanfarin ár var hún reyndar mjög lítil.“

Fuglinn skilaði sér illa

„Vorið hér í Árneshreppi var rosalega votviðrasamt og með því úrkomumesta sem menn muna eftir. Fuglinn skilaði sér ekki allur á hreiður og kollurnar sem gerðu það komu seinna en vanalega og vegna bleytunnar var erfitt að safna dúninum. Fyrir vikið var mun minna af honum og hann lélegri.
Meira að segja krían sem vanalega kemur hingað 8. maí eins og eftir dagatali frestaði varpinu og verpti seinna í ár vegna mikilla rigninga.“

Svipað ástand hjá öllum í hreppnum

Samkvæmt upplýsingum Bænda­blaðsins er ástandið svipað á Dröngum og í Ófeigsfirði í Árneshreppi þar sem einnig er stunduð dúntekja.
Að sögn Hrefnu dregur hátt gengi krónunnar úr útflutningi á dúni. „Og það er ekki að hjálpa okkur heldur.“

Skylt efni: dúntekja | dún | Árneshreppur | Árnesey

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...