Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dún safnað á einum af fáum sólskinsdögum í Árnesey í Árneshreppi í vor. / Mynd Hrefna Þorvaldsdóttir.
Dún safnað á einum af fáum sólskinsdögum í Árnesey í Árneshreppi í vor. / Mynd Hrefna Þorvaldsdóttir.
Fréttir 25. ágúst 2017

Blautt vor og kollurnar skiluðu sér illa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið vor var einstaklega votviðrasamt í Árneshreppi á Ströndum og dúntekja í ár ein sú minnsta í fjöldamörg ár. Kollur skiluðu sér seint og illa á hreiður.

Hrefna Þorvaldsdóttir, bóndi í Árnesi 2 í Árneshreppi, segir að dúntekja í sumar hafi verið lítil miðað við undanfarin ár. „Miðað við undanfarin ár var hún reyndar mjög lítil.“

Fuglinn skilaði sér illa

„Vorið hér í Árneshreppi var rosalega votviðrasamt og með því úrkomumesta sem menn muna eftir. Fuglinn skilaði sér ekki allur á hreiður og kollurnar sem gerðu það komu seinna en vanalega og vegna bleytunnar var erfitt að safna dúninum. Fyrir vikið var mun minna af honum og hann lélegri.
Meira að segja krían sem vanalega kemur hingað 8. maí eins og eftir dagatali frestaði varpinu og verpti seinna í ár vegna mikilla rigninga.“

Svipað ástand hjá öllum í hreppnum

Samkvæmt upplýsingum Bænda­blaðsins er ástandið svipað á Dröngum og í Ófeigsfirði í Árneshreppi þar sem einnig er stunduð dúntekja.
Að sögn Hrefnu dregur hátt gengi krónunnar úr útflutningi á dúni. „Og það er ekki að hjálpa okkur heldur.“

Skylt efni: dúntekja | dún | Árneshreppur | Árnesey

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...