Betur má ef duga skal
Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru um 24 prósent hráefnisins send til endurvinnslu erlendis þrátt fyrir að hérlendis sé starfrækt endurvinnslufyrirtæki sem hæglega gæti endurunnið allt heyrúlluplast sem til fellur á Íslandi og lög og reglur hvetji til að halda efnisstraumum innanlands.