Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rúllubaggaplast á athafnasvæði Pure North í Hveragerði. Tilgangur samstarfsins er að auka innlenda endurvinnslu sem mun leiða af sér innlenda verðmætasköpun, aukna nýsköpun og minni umhverfisáhrif vegna úrgangsmeðhöndlunar.
Rúllubaggaplast á athafnasvæði Pure North í Hveragerði. Tilgangur samstarfsins er að auka innlenda endurvinnslu sem mun leiða af sér innlenda verðmætasköpun, aukna nýsköpun og minni umhverfisáhrif vegna úrgangsmeðhöndlunar.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. júlí 2021

Efla samstarf um úrgangsstjórnun og ráðstöfun endurvinnsluefna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Pure North Recycling, Bændasamtakanna og nokkurra sveitarfélaga um innlenda endurvinnslu á heyrúllu­plasti.

Verkefninu er ætlað að miðla upplýsingum, þekkingu og reynslu til að hraða framgangi innlendrar endurvinnslu en um er að ræða nýjar lausnir og nálgun í úrgangsstjórnun sveitarfélaga.

Samstarfið hefur þann tilgang að auka innlenda endurvinnslu sem mun leiða af sér innlenda verðmætasköpun, aukna nýsköpun og minni umhverfisáhrif vegna úrgangsmeðhöndlunar. Samstarfið er mikilvægt innlegg í uppbyggingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi. Samningurinn er til 5 ára og á þeim tíma verður stefnt að því að það plast sem falli til í innlendum landbúnaði nýtist í vöruframleiðslu fyrir innlendan landbúnað, úrgangur verður að afurð, aftur og aftur.

Samstarfsaðilar verkefnisins leggja mikla áherslu á að ná betri árangri í úrgangsmálum og mun þetta sam­starf styðja við markmið þeirra um endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs auk markmiða um minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, Áslaug Hulda Jónsdóttir frá Pure North, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.

Samfélagsleg ábyrgð í verki

„Það er fagnaðarefni að sveitar­félög sýni frumkvæði og axli meiri ábyrgð á sínum úrgangsmálum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar­stjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

„Nú þegar höfum við átt gott samstarf við sveitarfélög, bændur og fyrirtæki í landinu, sem hafa sýnt frumkvæði um söfnun og bætta umgengni á plastefnum. Hugmyndin með samstarfinu er að einfalda og auðvelda aðgengi að innlendri endurvinnslu,“ segir Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling. Fyrirtækið hefur endurunnið plast síðastliðin sex ár í Hveragerði og stefnir í átt að uppbyggingu hringrásarhag­kerfisins með framleiðslu á vörum úr endurunnu plasti.

„Eitt af þeim markmiðum sem bændur hafa sett sér og sem fjallað er um í Umhverfisstefnu landbúnaðarins sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2020, er að færa allt plast sem til fellur í landbúnaði og þá sérstaklega heyrúlluplastið, til endurvinnslu.

Losun vegna framleiðslu og flutnings aðfanga á borð við áburð, kjarnfóður og rúlluplast er áætluð um 100.000 CO2 ígilda á ári.

Tækifærin eru því mikil fyrir bændur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og er þetta eitt stórt jákvætt skref í þá áttina,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda­samtaka Íslands.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...