Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Heyrúlluplast er gott hráefni til endurvinnslu.
Heyrúlluplast er gott hráefni til endurvinnslu.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins hafa breytt reglum til að efla endurvinnslu á rúlluplasti innanlands.

Guðlaugur Gylfi Sverrisson.

Áður fyrr fengu þjónustuaðilar mest greitt fyrir að koma plastinu að útflutningshöfnum, en nú fái þeir sérstakt álag fyrir að flytja plastið til Pure North Recycling í Hveragerði. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Úrvinnslusjóðs bárust 2.388.551 kílógrömm heyrúlluplasts til endurvinnslu árið 2023. Þar af fóru 1.821.803 kílógrömm til Hveragerðis á meðan 566.748 kílógrömm voru flutt til Hollands.

„Við teljum okkur vera að ná meginþorranum af heyrúlluplasti til baka,“ segir Guðlaugur. Óhreinindi geti numið þrjátíu til sjötíu prósent af þyngd filmunnar og því mikill munur á meðhöndluðu rúlluplasti og því sem flutt er inn. Þrátt fyrir óhreinindin sé þetta gott hráefni og losni aðskotaefnin frá við endurvinnsluna. Einsleitni heyrúlluplastsins gefi því jafnframt töluvert virði, á meðan annað umbúðaplast sé oft mjög blandað þegar það skili sér til endurvinnslu.

Úrvinnslugjald hækkaði

Á síðasta ári var úrvinnslugjald á heyrúlluplast hækkað úr fjörutíu krónum á kílóið í áttatíu og tvær krónur. Þetta gjald eigi að standa undir kostnaði við flutning og endurvinnslu á plastinu. Sjóðurinn miði við að plast sé sótt á hvert lögbýli eða á tiltekinn söfnunarstað minnst einu sinni til tvisvar á ári án aukakostnaðar fyrir bændur.

Ekkert skilagjald fáist fyrir heyrúlluplast

Heildargreiðslur fyrir meðhöndlun á heyrúlluplasti voru tæpar 169 milljónir króna fyrir árið 2023. Þær skiptist annars vegar í greiðslu fyrir meðhöndlun hjá endurvinnsluaðila upp á rúmar 138 milljónir og hins vegar flutning frá sveitarfélögum til endurvinnsluaðila upp á rétt tæpar þrjátíu milljónir.

Kostnaður vegna endurvinnslu hjá Pure North Recycling var tæpar 115 milljónir, eða um 63 krónur á kílóið. Á meðan kostaði tæpar tuttugu milljónir að endurvinna plast í Hollandi, eða um 36 krónur á kílóið.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...