Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heyrúlluplast er gott hráefni til endurvinnslu.
Heyrúlluplast er gott hráefni til endurvinnslu.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins hafa breytt reglum til að efla endurvinnslu á rúlluplasti innanlands.

Guðlaugur Gylfi Sverrisson.

Áður fyrr fengu þjónustuaðilar mest greitt fyrir að koma plastinu að útflutningshöfnum, en nú fái þeir sérstakt álag fyrir að flytja plastið til Pure North Recycling í Hveragerði. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Úrvinnslusjóðs bárust 2.388.551 kílógrömm heyrúlluplasts til endurvinnslu árið 2023. Þar af fóru 1.821.803 kílógrömm til Hveragerðis á meðan 566.748 kílógrömm voru flutt til Hollands.

„Við teljum okkur vera að ná meginþorranum af heyrúlluplasti til baka,“ segir Guðlaugur. Óhreinindi geti numið þrjátíu til sjötíu prósent af þyngd filmunnar og því mikill munur á meðhöndluðu rúlluplasti og því sem flutt er inn. Þrátt fyrir óhreinindin sé þetta gott hráefni og losni aðskotaefnin frá við endurvinnsluna. Einsleitni heyrúlluplastsins gefi því jafnframt töluvert virði, á meðan annað umbúðaplast sé oft mjög blandað þegar það skili sér til endurvinnslu.

Úrvinnslugjald hækkaði

Á síðasta ári var úrvinnslugjald á heyrúlluplast hækkað úr fjörutíu krónum á kílóið í áttatíu og tvær krónur. Þetta gjald eigi að standa undir kostnaði við flutning og endurvinnslu á plastinu. Sjóðurinn miði við að plast sé sótt á hvert lögbýli eða á tiltekinn söfnunarstað minnst einu sinni til tvisvar á ári án aukakostnaðar fyrir bændur.

Ekkert skilagjald fáist fyrir heyrúlluplast

Heildargreiðslur fyrir meðhöndlun á heyrúlluplasti voru tæpar 169 milljónir króna fyrir árið 2023. Þær skiptist annars vegar í greiðslu fyrir meðhöndlun hjá endurvinnsluaðila upp á rúmar 138 milljónir og hins vegar flutning frá sveitarfélögum til endurvinnsluaðila upp á rétt tæpar þrjátíu milljónir.

Kostnaður vegna endurvinnslu hjá Pure North Recycling var tæpar 115 milljónir, eða um 63 krónur á kílóið. Á meðan kostaði tæpar tuttugu milljónir að endurvinna plast í Hollandi, eða um 36 krónur á kílóið.

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Lóu og spóa fækkar ört
Fréttir 10. apríl 2025

Lóu og spóa fækkar ört

Hljóðheimur íslenska sumarsins er að breytast því bæði lóum og spóum hefur fækka...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...