Arfgreining nautgripa gengur vel
Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgriparæktarinnar.
Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgriparæktarinnar.
Vinna við innleiðingu erfðamengisúrvals í nautgriparækt er í fullum gangi. Um næstu áramót er fyrirhugað að hefja sýnatöku úr öllum kvígum og verður hún framkvæmd af bændum sjálfum um leið og kvígurnar eru einstaklingsmerktar.