Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgriparæktarinnar.

Af þeim eru rúm fimm þúsund úr gripum fæddum 2022 og rúm 1.600 úr gripum fæddum í ár. Markmið verkefnisins miðar að því að arfgreina allar íslenskar kýr. Enn hafa nokkur bú ekki pantað DNA- merki og hafið þátttöku. Þær kvígur, sem eru fæddar á árunum 22-23, og hafa verið arfgreindar koma frá 365 búum. Í heildina eru tæp 500 kúabú á öllu landinu. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML).

Arfgreiningar eru til úr helmingi þeirra rúmu 10 þúsund kvígna sem voru ásettar til lífs hjá íslenskum mjólkurframleiðendum á síðasta ári. Á þessu ári er búið að skrá rúmlega fjögur þúsund kvígur til lífs á búum með mjólkurframleiðslu og er búið að arfgreina tæp 40 prósent þerra.

Minna en eitt prósent sýna er með of lágt greiningarhlutfall erfðavísa. Ekki er hægt að nota sýni með lægra en 0,9 í greiningarhlutfalli erfðavísa til staðfestingar ætternis eða við erfðamat.

Hraðari erfðaframfarir

Erfðamengisúrvalið hefur skilað því að hægt er að nota yngri kynbótanaut á sæðisstöð. Áður þurfti að framkvæma afkvæmaprófun og voru nautin að jafnaði 70 mánaða þegar þau fóru í notkun. Nú eru komin naut sem eru allt niður í 21 mánaða gömul, þó meðaltalið sé rúmlega þrjú ár, eða 39,7 mánuðir. Erfðamengisúrvalið hefur nú þegar skilað þeim ávinningi að nú eru í notkun naut sem eru allt niður í 21 mánaðar gömul. Meðalaldurinn er kominn niður í 39,7 mánaða þegar nautin eru tekin í notkun, það er rúmlega þriggja ára. Það er mikil breyting frá því sem var, en nautin voru jafnan nálægt 70 mánaða þegar þau komu til notkunar að lokinni afkvæmaprófun. Þetta skiptir máli, því með þessu verða erfðaframfarir íslenska kúastofnsins hraðari. 

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...