Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
DNA-sýnataka vegna erfðamengisúrvals
Mynd / MÞÞ
Á faglegum nótum 12. nóvember 2021

DNA-sýnataka vegna erfðamengisúrvals

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt - mundi@rml.is

Vinna við innleiðingu erfðamengis­úrvals í nautgriparækt er í fullum gangi. Um næstu áramót er fyrirhugað að hefja sýnatöku úr öllum kvígum og verður hún framkvæmd af bændum sjálfum um leið og kvígurnar eru einstaklingsmerktar.

Unnið er að því þessa dagana að hægt verði að panta merki með sýnaglösum. Við biðlum því til manna að hinkra með merkjapantanir ef þess er kostur en panta að öðrum kosti lágmarksmagn merkja.

Þegar hægt verður að panta merkin verður vinnuferlið þannig að í kvígur mælumst við til þess að pöntuð verði merki með sýnatökuglasi en í nautkálfa hefðbundin eyrnamerki. Það þýðir að við hverja pöntun þarf að reikna með ákveðnu númerabili fyrir kvígur og öðru fyrir naut. Þannig má til dæmis hugsa sér að bóndi sem ætlar að panta 60 merki á númerabilinu 801-860 panti merki með sýnatökuglasi númer 801-830 og hefðbundin merki númer 831-860 sem eru þá ætluð fyrir nautkálfa.

Við merkingar á kvígum eru síðan notuð eyrnamerki með sýnatökuglösum. Glösin verða með einstaklingsnúmeri gripsins, það er sama númeri og eyrnamerkið, og því á hætta á ruglingi ekki að vera til staðar. Mikilvægt er að vanda til eyrnamerkinga og koma sýnatökuglasi hið fyrsta á réttan stað. Ætlunin er að koma fyrir íláti í mjólkurhúsum þar sem sýni búsins verða sett í og þeim síðan safnað af mjólkurbílstjórum. Söfnun sýna verður því með reglubundnum og örum hætti með lágmarkstilkostnaði. Þannig verður þetta stóra verkefni, sem erfðamengisúrvalið er, unnið í góðri samvinnu þeirra aðila sem að því koma, það er bænda, mjólkuriðnaðarins, BÍ, fagráðs í nautgriparækt og RML.

Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvar sýnin verða síðan arfgerðargreind en vonir standa til þess að hægt verði að framkvæma greiningarnar hér innanlands. Það mun koma í ljós á næstu dögum eða vikum. Erfðamengisúrval er án efa stærsta framfaraskref sem nokkru sinni hefur verið stigið í íslenskri nautgriparækt og mun samkvæmt mati okkar vísindamanna skila okkur að lágmarki 50% aukningu í erfðaframförum. Það er því mikilvægt að vanda vel til verka og þátttaka verði víðtæk og góð. Okkar von er að sjálfsögðu sú að við munum ná að arfgerðargreina allar kvígur og þannig verði allur íslenski kúastofninn arfgerðargreindur innan fárra ára. Það, ásamt 100% þátttöku í skýrsluhaldi, er einsdæmi í heiminum og sýnir hve miklu samtakamáttur og samstarf fær áorkað öllum til hagsbóta. Ég er þess fullviss að því sem næst allir kúabændur muni taka sýni úr öllum fæddum kvígum enda reynslan sú að þegar leitað er samstarfs við íslenska bændur að þeir eru boðnir og búnir til liðveislu eins og verið hefur til þessa í þessu verkefni.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Guðmundur Jóhannesson.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...