Fallegar mæðgur í Svarfaðardal
„Við höfum mjög gaman af litafjölbreytileikanum í kúastofninum okkar. Grátt og sægrátt er sjaldgæft en við eigum oftast nokkrar kýr og kvígur í þeim litum,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á bænum Steindyr í Svarfaðardal, en hún og maður hennar, Hjálmar Herbertsson, reka þar myndarlegt bú.