Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fallegar mæðgur í Svarfaðardal
Mynd / Gunnhildur Gylfadóttir
Líf og starf 23. desember 2020

Fallegar mæðgur í Svarfaðardal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við höfum mjög gaman af litafjölbreytileikanum í kúastofninum okkar.  Grátt og sægrátt er sjaldgæft en við eigum oftast nokkrar kýr og kvígur í þeim litum,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á bænum Steindyr í Svarfaðardal, en hún og maður hennar, Hjálmar Herbertsson, reka þar myndarlegt bú.

„Partur af ástæðunni er að við notum oft grá heimanaut sem gefa þá hærra hlutfall af þessum litum hjá kálfunum en sæðisnautin.  Svo er maður misheppinn hvort koma naut eða kvígur.Við eigum núna fimm kýr og eina kvígu í þessum litum og þrjú naut. Vonandi er eitt nautið þessa dagana að setja gráa kálfa í kvíguhópinn sem hann er í.“

Hjónin settu nýlega þessa flottu mynd á Facbook af kúnni Gránu, sem bar nýlega þessum fallega kvígukálfi. Grána er undan gráu heimanauti, Laxa, sem Gunnhildur og Hjálmar fengu á Laxamýri hjá þeim Atla og Sif, sem eru sérlegir áhugamenn um gráar og sægráar kýr eins og þau.  

Þetta var fimmti kálfur Gránu og eina kvígan en faðir kvígunnar er Sjarmi. Hún hefur ekki enn þá fengið nafn. 

„Við erum aðallega með kýr, tæplega 360 þúsund lítra greiðslumark, en einnig með 100 kindur, hesta, geitur og þessi venjulegu húsdýr, hunda ketti, kanínur og naggrísi,“ segir Gunnhildur aðspurð um búskapinn á bænum. 

Skylt efni: íslenskar kýr | kúalitir

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...