Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á Hólmavík.

Elías Jónatansson.

Stöðin annar fjórum bílum til viðbótar við þær stöðvar sem fyrir eru. Hvert tengi getur annað mest 240 kW. Orkubú Vestfjarða er einnig með stöðvar á Patreksfirði, Flókalundi, Bjarkalundi, Reyk­ hólum, Drangsnesi, Djúpavík, Reykjanesi, Hvítanesi, Ísafirði, Þingeyri og Tálknafirði.

Á næstu vikum fara upp 22 kW stöðvar á Flateyri, Suðureyri og í Súðavík. Þá verða settar upp 180 kW hraðhleðslustöðvar í Bolungarvík, Bíldudal og í Mjólká núna í vor.

„Orkubúið telur mikilvægt að rafbílaeigendur hafi aðgang að einhvers konar hleðslu í öllum byggðarkjörnum á Vestfjörðum og hraðhleðslu í stærri byggðarkjörnunum. Með staðsetningu hraðhleðslustöðvar í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp er verið að stytta vegalengd á milli hraðhleðslustöðva frá Hólmavík til Ísafjarðar. Við lítum á hana sem góða staðsetningu þegar upp koma vandræði með færð yfir Steingrímsfjarðarheiðina, sem getur þýtt að bílar á suðurleið þurfi að snúa við og nái því ekki í hraðhleðslustöð á Hólmavík,“ segir Elías Jónatansson orkubússtjóri.

Á sama hátt segir Elías að hraðhleðslustöð, sem setja á upp við Mjólkárvirkjun, sé hugsuð til þess að mæta þörf þeirra bifreiða á suðurleið sem lenda í vandræðum vegna færðar á Dynjandisheiði. Auk þess sé staðsetningin nærri Dynjanda, sem er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. „Stöðin í Mjólká verður líka mikilvæg fyrir þá sem koma sunnan að þar sem í Flókalundi er einungis ein 50 kW stöð og erfitt að bæta þar við miklu afli vegna þess hve dreifikerfið þar er veikt,“ segir hann.

Þá má geta þess að Orkubúið setti tímabundið upp tvær 180 kW hraðhleðslustöðvar á Ísafirði um páskana vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Hægt er að finna allar stöðvar Orkubús Vestfjarða í appinu e1.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...