Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Mikið var um dýrðir á Landsmóti hestamanna sem fór fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík dagana 1.–7. júlí. Elsa Kristín Grétarsdóttir og Sólstjarna frá Sólvangi voru hluti af um hundrað pörum sem tóku þátt í hátíðlegri hópreið setningarathafnarinnar.
Mikið var um dýrðir á Landsmóti hestamanna sem fór fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík dagana 1.–7. júlí. Elsa Kristín Grétarsdóttir og Sólstjarna frá Sólvangi voru hluti af um hundrað pörum sem tóku þátt í hátíðlegri hópreið setningarathafnarinnar.
Mynd / ghp
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Að þessu sinni tóku um hundrað hross og knapar þátt í hópreið með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í broddi fylkingar. Hestamennirnir komu frá 46 hestamannafélögum, mörg langt að og var fagnað af mannfjölda í áhorfendabrekku Víðidals. Mikill fjöldi barna og fáka þeirra tók þátt í viðburðinum.

Landsmót hestamanna var nú haldið í tuttugasta og fimmta sinn en þetta er í fjórða skipti sem það fer fram í höfuðborginni. Það var fyrst haldið á Þingvöllum 1950.

Um 800 hross komu fram á mótinu í keppni, kynbótadómi og ræktunarbússýningum og hópreiðinni. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur yfir helgina og var það mál manna að hátíðin hafi verið afar vel heppnuð að þessu sinni.

9 myndir:

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...