Mikið var um dýrðir á Landsmóti hestamanna sem fór fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík dagana 1.–7. júlí. Elsa Kristín Grétarsdóttir og Sólstjarna frá Sólvangi voru hluti af um hundrað pörum sem tóku þátt í hátíðlegri hópreið setningarathafnarinnar.
Mikið var um dýrðir á Landsmóti hestamanna sem fór fram á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík dagana 1.–7. júlí. Elsa Kristín Grétarsdóttir og Sólstjarna frá Sólvangi voru hluti af um hundrað pörum sem tóku þátt í hátíðlegri hópreið setningarathafnarinnar.
Mynd / ghp
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Að þessu sinni tóku um hundrað hross og knapar þátt í hópreið með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í broddi fylkingar. Hestamennirnir komu frá 46 hestamannafélögum, mörg langt að og var fagnað af mannfjölda í áhorfendabrekku Víðidals. Mikill fjöldi barna og fáka þeirra tók þátt í viðburðinum.

Landsmót hestamanna var nú haldið í tuttugasta og fimmta sinn en þetta er í fjórða skipti sem það fer fram í höfuðborginni. Það var fyrst haldið á Þingvöllum 1950.

Um 800 hross komu fram á mótinu í keppni, kynbótadómi og ræktunarbússýningum og hópreiðinni. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur yfir helgina og var það mál manna að hátíðin hafi verið afar vel heppnuð að þessu sinni.

9 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...