Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vala Valtýsdóttir.
Vala Valtýsdóttir.
Mynd / ghp
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur sjóðsins fór fram sl. þriðjudag, 22. október.

Vala er lögmaður og meðeigandi hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. „Ég hef í seinni tíð verið meira að kenna, kenni bæði við Háskóla Íslands og á Bifröst og sit auk þess í tveimur stjórnum samhliða lögmannsstörfum,“ segir Vala. Hún er fædd og uppalin á Eskifirði en á ættir sínar meðal annars að rekja til Grýtubakkahrepps.

Vala bauð sig fram í aðalstjórn fyrir ársfund Lífeyrissjóðs bænda í júní sl. og á fundi í september var hún skipuð formaður stjórnar. Jóhann Már Sigurbjörnsson er varaformaður en aðrir í stjórn eru Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Bjartur Thorlacius og Einar Ófeigur Björnsson.

Fyrir aukaaðalfund sjóðsins þann 22. október sl. lá fyrir tillaga að breytingum á samþykktum þess efnis að sjóðnum verði skylt að gera nauðsynlegar breytingar ef tryggingafræðileg athugun leiðir í ljós að meira en tíu prósenta munur sé á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga. Enn fremur ef slíkur munur hafi haldist meira en fimm prósent í samfellt fimm ár. Við þær aðstæður er stjórn sjóðsins heimilt, að höfðu samráði við tryggingafræðing sjóðsins og miðað við viðurkenndar tryggingafræðilegar forsendur, að lækka áunnin lífeyrisréttindi sjóðsfélaga.

Slíkar breytingar á samþykktum lífeyrissjóða hafa verið að eiga sér stað í fleiri lífeyrissjóðum að sögn Völu. „Bændur verða að treysta því að það verði ekki gengið á sjóði þeirra meira en þarf. Það þarf að tryggja að nægar eignir séu í sjóðnum. Þessi breyting gerir stjórn mögulegt að grípa til aðgerða ef slík staða kemur upp.“

Hún segir stöðu Lífeyrissjóðs bænda svipaða og margra annarra minni sjóða hér á landi.

„Hér eru margir litlir sérgreindir sjóðir, rétt eins og lífeyrissjóður bænda. Í slíkum sjóðum er líklegra að það komi upp sú staða að verið sé að greiða meira út en inn. Stóra spurningin er hvort það væri betra fyrir litla sjóði að vera í breiðari sjóðum. Ef það hentar fyrir Lífeyrissjóð bænda að sameinast öðrum sjóði þá verður það skylda stjórnar að skoða þann möguleika,“ segir Vala.

Hún segir hlutverk stjórnar skýra. „Við þurfum að bera hag þeirra fyrir brjósti sem hafa borgað í sjóðinn og passa upp á fjármagnið þeirra.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...