Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Garðyrkjubændum í útirækt grænmetis virðist vera að fækka, sem er öfug þróun við markmið síðustu endurskoðunar á garðyrkjusamningi búvörusamninganna.
Garðyrkjubændum í útirækt grænmetis virðist vera að fækka, sem er öfug þróun við markmið síðustu endurskoðunar á garðyrkjusamningi búvörusamninganna.
Mynd / smh
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu voru þær 50 núna í sumar, en 55 á síðasta ári en ekki liggur fyrir hversu margir hektarar voru undir útiræktuðu grænmeti í sumar þar sem úttektum vegna umsóknanna er ekki lokið. Við endurskoðun búvörusamninga um síðustu áramót varð sú breyting að lágmarksstærð á því landi garðyrkjubænda sem greiddir eru styrkir út á, var minnkað úr hektara lands niður í fjórðung af hektara. Tilgangurinn var meðal annars að hvetja nýliða til að prófa sig áfram í útiræktun – og fá til þess stuðning – án þess að leggja of mikið undir.

Tvær mögulegar skýringar

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, segist ekki hafa kynnt sér sjálfur ástæður þessa áhugaleysis bænda á styrkumsókn. Hann telur þó að skýringarnar séu mögulega tvær.

„Við höfum kannski ekki lagt okkur nógu mikið fram við að kynna þessa nýju leið, en um leið getur verið að fólk sjái að styrkurinn er orðinn svo lítill þegar þetta er orðinn fjórðungur úr hektara.“

Bændum fækkar í greininni

Jarðræktarstyrkir til garðyrkjubænda, vegna útiræktaðs grænmetis, koma inn í búvörusamninga árið 2016. Um fastan pott er að ræða sem skiptist á milli garðyrkjubænda eftir umfangi ræktunarinnar. Árið 2020 var upphæðin samtals 68 milljónir samkvæmt búvörusamningum og hefur verið uppfærð samkvæmt verðlagsþróun síðan. Við síðustu endurskoðun fékkst ekki aukið fjármagn inn í útiræktunina, þrátt fyrir ítrekuð vilyrði stjórnvalda um að skapa ætti hvata til frekari vaxtar í greininni.

Axel segir að málið með útiræktunina sé að hún krefjist talsverðs tækjabúnaðar svo vinnan verði manneskjuleg. „Það er enginn fjárfestingastuðningur í garðyrkju. Því ertu alltaf að fara í stærra land en einn fjórða af hektara og því er möguleiki á að þessi aðgerð skili seint tilætluðum árangri. Sem var að reyna að fá fleiri inn í greinina. Útirækt hefur verið að gefa eftir og því alls ekki góð þróun að bændum fækki í greininni,“ segir hann.

Axel bætir því við að það sé nauðsynlegt að fundin sé leið til þess að bændur geti tryggt sig fyrir áföllum, því þeir séu svo háðir veðráttu sem getur verið mjög rysjótt hér á landi. Ef slíkt fyrirkomulag náist inn í stuðningsfyrirkomulagið skapist alvöru grundvöllur fyrir fólk að koma inn í greinina.

Skylt efni: jarðræktarstyrkir

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...