Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Lómur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tveir brúsarnir sem verpa hérna á Íslandi. Himbriminn er nokkuð stór og getur orðið allt að því 3,5 kg en lómurinn er minnstur í brúsaættinni, eða um 1,7 kg. Þannig að þótt þeir séu náskyldir og að nokkru leyti líkir í útliti, þá er stærðarmunurinn mjög augljós. Hann er að nokkru leyti staðfugl, sumir fljúga til Vestur-Evrópu á haustin á meðan aðrir dvelja á sjó við landið. Þeir verpa við tjarnir, vötn og læki stutt frá sjó. Líkt og aðrir brúsar eru lómar nokkuð sérhæfðar fiskiætur. Þrátt fyrir það sé algengt að þeir verpi við fisklausar tjarnir eða læki, þá er það alltaf þar sem stutt er í fiskauðuga staði. Segja má að lómar séu nokkuð félagslyndir af brúsa að vera. Þeir eiga það til að verpa í dreifðum byggðum þar sem stutt getur verið á milli óðala. Þetta er mjög ólíkt himbrima sem á það til að helga sér mjög stór óðöl, jafnvel heilu vötnin. Fætur lómsins eru mjög aftarlega á búknum sem gerir hann mjög góðan til sunds og fiman kafara, en í staðinn er hann hálfvonlaus á landi og getur ekki gengið heldur spyrnir sér áfram á maganum. Hreiðrin eru því ávallt alveg við vatnsbakka þar sem auðvelt er að renna sér út í vatnið án þess að mikið beri á því.

Skylt efni: fuglinn

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...