Birgir Steinn Birgisson innan um Októberstjörnurnar en hluti af ágóða sölu hennar rennur til Krabbameinsfélagsins.
Birgir Steinn Birgisson innan um Októberstjörnurnar en hluti af ágóða sölu hennar rennur til Krabbameinsfélagsins.
Mynd / ghp
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Fjórða árið í röð hefur Birgir Steinn Birgisson hjá Garðyrkjustöðinni Ficus í Hveragerði framleitt Októberstjörnuna en hluti ágóða af sölu hennar rennur beint til Krabbameinsfélagsins.

Í febrúar fékk Birgir útgefið einkaleyfi á notkun orðsins Októberstjarnan. Heitið notar hann um fagurbleikt yrki jólastjörnu J ́Adore Pink ́sem blómstrar í október. Framleiðsla blómsins hefur vaxið ár frá ári síðan Birgir tók upp á framleiðslu þess árið 2020. Í ár framleiðir hann rúmlega 4.000 Októberstjörnur sem verða fáanlegar nú í október í ýmsum verslunum um land allt. Tíu prósent af söluandvirði Októberstjörnunnar mun renna til Krabbameinsfélagsins.

Skylt efni: októberstjörnur

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...

Lómur
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tvei...

Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er...

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Líf og starf 8. október 2024

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum

Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.

Mikil spenna í úrslitaleiknum
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höf...

Nýting náttúruauðlindanna
Líf og starf 7. október 2024

Nýting náttúruauðlindanna

Í aldanna rás hafa Íslendingar lært að nýta ríkar náttúruauðlindir landsins til ...

Lindifura út úr kú
Líf og starf 7. október 2024

Lindifura út úr kú

Skógarsúkkulaði með lindifuruolíu er nýlunda á íslenskum súkkulaðimarkaði.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...