Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Mynd / Sven Pieren
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Borið hefur á því að gripir sem hafa verið arfgerðargreindir fái ekki flagg, sem segði til um niðurstöðu greiningarinnar um næmi gegn riðusmiti, heldur fái hvítt spurningarmerki á svörtum grunni inn í skýrsluhaldið.

Guðrún Eik Skúladóttir

Guðrún Eik Skúladóttir, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ástæðan sé að gripirnir standist ekki villupróf og oftast sé skýringin sú að niðurstaðan úr greiningunni passi ekki við niðurstöður foreldra.

Um 65 þúsund sýni greind á þessu ári

Guðrún segir að önnur ástæða gæti verið mistök í skráningu eða sýnatöku og sýni víxlist á milli gripa. Íslensk erfðagreining hafi greint mikinn fjölda sýna á þessu ári, um 65 þúsund, og það skýri kannski það að fleiri gripir hafi ekki staðist þetta villupróf að undanförnu. „Við höfum metið að hlutfall þeirra gripa sem komast ekki í gegnum villuprófið nú sé um 0,5 prósent.

Í ljósi þess að talið er að ætternisfærslur séu ranglega skráðar í um fimm til sex prósenta tilfella má búast við að hlutfall gripa sem komast ekki í gegnum villuprófið fari vaxandi,“ segir Guðrún.

Villurnar koma í ljós í annarri umferð

„Villurnar koma ekki fram í fyrstu umferð, þegar foreldrarnir eru greindir, þannig að það er ekki fyrr en í annarri umferð þegar afkvæmið er greint sem ljóst er að ætternisfærslurnar eru ekki réttar. Í þeim tilvikum er annað hvort ætternisfærslur foreldra eða afkvæmis ranglega skráðar,“ heldur Guðrún áfram.

Hún mælir með því fyrir bændur sem lenda í þessu að byrja á að skoða ættartré og arfgerðargreiningu gripsins. Æskilegt sé að taka aftur sýni úr gripum sem fá þessa niðurstöðu, en þó verði að meta hvern grip fyrir sig. Stundum geti villan til að mynda legið hjá foreldri, en ekki afkvæmi.

Guðrún segir að gripir geti einnig fengið spurningarmerki í stað flaggs ef til eru tvær greiningar á gripnum og þeim beri ekki saman. Í þeim tilvikum þurfi að óvirkja sýnið sem er rangt greint og geti ráðunautar RML aðstoðað við það.

Hún bendir á að hægt sé að senda inn fyrirspurnir vegna arfgerðargreininganna á netfangið dna@rmlis.

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...