Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir slátrun fara vel af stað. Lömbin eru hins vegar talsvert léttari en í fyrra út af hreti í vor og köldu sumri.

Sigurður Bjarni Rafnsson.

Hann segir að miðað við það sem hefur komið í slátrun hingað til sé meðalþunginn talsvert lægri en á síðustu árum. Allt stefni í að fallþungi hrynji niður um 800 til 1.000 grömm í sláturhúsi KS, en meðalfallþungi lamba á landinu öllu í fyrra var 17,2 kílógrömm. Sigurður Bjarni segir að féð úr nágrenni Tröllaskagans sé léttast en sé strax vænna þegar komið er vestur í Húnavatnssýslur.

Þegar Bændablaðið ræddi við Sigurð Bjarna á mánudaginn reiknaði hann með að í lok dags yrði KS búið að slátra í kringum 57 þúsund lömbum það sem af er hausti. Nálega 3.000 gripir fara daglega í gegnum sláturhúsið þegar hæst stendur. Hann reiknar með að heildarfjöldinn verði á milli 80 til 90 þúsund fjár, þó ómögulegt sé að fullyrða um það nákvæmlega núna.

Alls eru 156 starfsmenn sem taka þátt í sláturtíðinni, að megninu til farandverkafólk frá Póllandi sem hverfur aftur til síns heima þegar sláturvertíð lýkur. Stefnt er að því að sláturtíðin endi 23. október og er engu sauðfé slátrað eftir þann tíma í Kjötafurðastöð KS.

Skylt efni: sláturtíð

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...