Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir slátrun fara vel af stað. Lömbin eru hins vegar talsvert léttari en í fyrra út af hreti í vor og köldu sumri.

Sigurður Bjarni Rafnsson.

Hann segir að miðað við það sem hefur komið í slátrun hingað til sé meðalþunginn talsvert lægri en á síðustu árum. Allt stefni í að fallþungi hrynji niður um 800 til 1.000 grömm í sláturhúsi KS, en meðalfallþungi lamba á landinu öllu í fyrra var 17,2 kílógrömm. Sigurður Bjarni segir að féð úr nágrenni Tröllaskagans sé léttast en sé strax vænna þegar komið er vestur í Húnavatnssýslur.

Þegar Bændablaðið ræddi við Sigurð Bjarna á mánudaginn reiknaði hann með að í lok dags yrði KS búið að slátra í kringum 57 þúsund lömbum það sem af er hausti. Nálega 3.000 gripir fara daglega í gegnum sláturhúsið þegar hæst stendur. Hann reiknar með að heildarfjöldinn verði á milli 80 til 90 þúsund fjár, þó ómögulegt sé að fullyrða um það nákvæmlega núna.

Alls eru 156 starfsmenn sem taka þátt í sláturtíðinni, að megninu til farandverkafólk frá Póllandi sem hverfur aftur til síns heima þegar sláturvertíð lýkur. Stefnt er að því að sláturtíðin endi 23. október og er engu sauðfé slátrað eftir þann tíma í Kjötafurðastöð KS.

Skylt efni: sláturtíð

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...